„Klórum okkur alltaf í kollinum yfir þessari staðreynd“ Stefán Árni Pálsson skrifar 9. janúar 2014 16:29 Borgin kemur enn einu sinni illa út úr þjónustukönnun. Samkvæmt þjónustukönnun Capacent Gallup eru Reykvíkingar almennt áóánægðari með þjónustu borgarinnar en íbúar fimmtán annarra sveitarfélaga á Íslandi. Könnunin var gerð með árið 2012 til hliðsjónar og var hún til umræðu í borgarráði í morgun. Meðal annars var spurt um hversu ánægðir íbúar sveitarfélaganna væru með að búa í viðkomandi sveitarfélagi. Þar hafnaði Reykjavíkurborg í 10. sæti í könnunni en Mosfellsbær, Akureyri, Seltjarnarnes og Garðabær komu best út. Reykjanesbær hafnaði í 16. og næsta sætinu. Capacent Gallup hringdi í 10.198 manns á öllu landinu, 18 ára og eldri, og voru þeir handahófsvaldir úr Viðhorfshópi Capacent Gallup. Fjöldi svarenda var 5.363 eða 52,6% og þar af voru 947 Reykvíkingar sem svöruðu könnuninni. „Af einhverjum ástæðum höfum við mælst lægra en önnur sveitarfélög í þessari könnun,“ segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, í samtali við Vísi. „Á umræddu ári hækkar borgin aftur á móti í nokkrum þjónustuþáttum og ekki niður í neinum þeirra. Það má því segja að þetta séu skárri niðurstöðu en við höfum oft séð. Það hafa aftur á móti verið skrifaðar heilar bækur í Háskólanum hvernig megi skýra það út af hverju t.d. í sveitarfélögum með enga menningarstarfssemi séu íbúar ánægðari með menningarstarfsemi sveitarfélagsins en í Reykjavík.“ „Við notum svona kannanir til að bæta okkur og munum einnig nota þessa til þess. Þetta er í raun í samræmi við niðurstöður þessara könnunar síðustu sex til sjö ár en kannski heldur betra en síðustu ár. Það sem er athyglisvert í þessari könnun er að yngsta og elsta fólkið er almennt ánægðara. Ég tel mig vita að borgarbúar séu kröfuharðir og mér finnst þeir alveg mega vera það. Það er kannski tilhneiging í svona minni sveitarfélögum að halda mikið með sínum bæ og gefa því kannski hærri einkunnir. Reykvíkingar segja aftur á móti bara hug sinn og það er mjög hollt og gott.“ „Þetta var tekið til umræðu í borgarráði í morgun og það gerum við á hverjum ári. Við klórum okkur alltaf í kollinum yfir þessari staðreynd og þá skiptir ekki máli hvort maður er í meirihluta eða minnihluta. Það eru samt ákveðnar vísbendingar í þessari könnun fyrir okkur. Sá málaflokkur sem er neðstur í þessari könnum eru málefni aldraðra og ég held að það endurspegli ákveðin veruleika. Málefni aldraðra eru á könnu ríkisins. Við höfum viljað fá þau mál til okkar til þess að það sé hægt að veita heildstæðari þjónustu og þetta er okkur bara hvatning til að sækjast eftir því.“Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir aftur á móti: „Það á að taka þau skilaboð sem í þessari könnun henni felast alvarlega. Augljóslega þarf að gera miklu betur. Reykjavíkurborg er að skrapa botninn og það er ekki ásættanlegt. Í samanburði við önnur sveitarfélög er minnst ánægja með málaflokka sem við erum öll sammála um að eigi að hafa forgang. Það eru t.d. grunnskólarnir og leikskólarnir sem minnst ánægja er með í borginni á öllu landinu og það sama á við um þjónustu við eldri borgara, þjónustu við fatlaða og þjónustu við barnafjölskyldur. Reykjavíkurborg er að setja meira fé en önnur sveitarfélög í málaflokka sem könnunin tekur til en það fé er bersýnilega ekki nýtt þannig að notendum þjónustunnar líki.“ Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira
Samkvæmt þjónustukönnun Capacent Gallup eru Reykvíkingar almennt áóánægðari með þjónustu borgarinnar en íbúar fimmtán annarra sveitarfélaga á Íslandi. Könnunin var gerð með árið 2012 til hliðsjónar og var hún til umræðu í borgarráði í morgun. Meðal annars var spurt um hversu ánægðir íbúar sveitarfélaganna væru með að búa í viðkomandi sveitarfélagi. Þar hafnaði Reykjavíkurborg í 10. sæti í könnunni en Mosfellsbær, Akureyri, Seltjarnarnes og Garðabær komu best út. Reykjanesbær hafnaði í 16. og næsta sætinu. Capacent Gallup hringdi í 10.198 manns á öllu landinu, 18 ára og eldri, og voru þeir handahófsvaldir úr Viðhorfshópi Capacent Gallup. Fjöldi svarenda var 5.363 eða 52,6% og þar af voru 947 Reykvíkingar sem svöruðu könnuninni. „Af einhverjum ástæðum höfum við mælst lægra en önnur sveitarfélög í þessari könnun,“ segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, í samtali við Vísi. „Á umræddu ári hækkar borgin aftur á móti í nokkrum þjónustuþáttum og ekki niður í neinum þeirra. Það má því segja að þetta séu skárri niðurstöðu en við höfum oft séð. Það hafa aftur á móti verið skrifaðar heilar bækur í Háskólanum hvernig megi skýra það út af hverju t.d. í sveitarfélögum með enga menningarstarfssemi séu íbúar ánægðari með menningarstarfsemi sveitarfélagsins en í Reykjavík.“ „Við notum svona kannanir til að bæta okkur og munum einnig nota þessa til þess. Þetta er í raun í samræmi við niðurstöður þessara könnunar síðustu sex til sjö ár en kannski heldur betra en síðustu ár. Það sem er athyglisvert í þessari könnun er að yngsta og elsta fólkið er almennt ánægðara. Ég tel mig vita að borgarbúar séu kröfuharðir og mér finnst þeir alveg mega vera það. Það er kannski tilhneiging í svona minni sveitarfélögum að halda mikið með sínum bæ og gefa því kannski hærri einkunnir. Reykvíkingar segja aftur á móti bara hug sinn og það er mjög hollt og gott.“ „Þetta var tekið til umræðu í borgarráði í morgun og það gerum við á hverjum ári. Við klórum okkur alltaf í kollinum yfir þessari staðreynd og þá skiptir ekki máli hvort maður er í meirihluta eða minnihluta. Það eru samt ákveðnar vísbendingar í þessari könnun fyrir okkur. Sá málaflokkur sem er neðstur í þessari könnum eru málefni aldraðra og ég held að það endurspegli ákveðin veruleika. Málefni aldraðra eru á könnu ríkisins. Við höfum viljað fá þau mál til okkar til þess að það sé hægt að veita heildstæðari þjónustu og þetta er okkur bara hvatning til að sækjast eftir því.“Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir aftur á móti: „Það á að taka þau skilaboð sem í þessari könnun henni felast alvarlega. Augljóslega þarf að gera miklu betur. Reykjavíkurborg er að skrapa botninn og það er ekki ásættanlegt. Í samanburði við önnur sveitarfélög er minnst ánægja með málaflokka sem við erum öll sammála um að eigi að hafa forgang. Það eru t.d. grunnskólarnir og leikskólarnir sem minnst ánægja er með í borginni á öllu landinu og það sama á við um þjónustu við eldri borgara, þjónustu við fatlaða og þjónustu við barnafjölskyldur. Reykjavíkurborg er að setja meira fé en önnur sveitarfélög í málaflokka sem könnunin tekur til en það fé er bersýnilega ekki nýtt þannig að notendum þjónustunnar líki.“
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira