Alvarleg bilun á Nesjavallaæð - Hætta getur skapast Stefán Árni Pálsson skrifar 4. apríl 2014 10:32 Hætta getur skapast ef heitt vatn rennur úr æðinni. vísir/gva Heitavatnslögnin frá Nesjavöllum til höfuðborgarsvæðisins bilaði seint í gær en samkvæmt Orkuveitunni getur hætta skapast ef heitt vatn rennur úr æðinni og er ferðafólk því varað við. Fram kemur í tilkynningu frá Orkuveitunni að nú sé búið að loka fyrir lögnina og að leit að biluninni standi yfir. Aðgerðir sem gripið var til í nótt og í morgun eiga að tryggja íbúum nægt heitt vatn en staðan sé viðkvæm. Ferðafólki er bent á að hætta getur skapast vegna heits vatns, sé leki úr lögninni.Rennsli dregst saman um 80% „Það var uppúr klukkan átta í gærkvöldi að viðvaranir birtust um það í stjórnstöð Orkuveitunnar að rennsli um Nesjavallaæðina færi hratt minnkandi. Starfsmenn fóru með aðstoð björgunarsveitafólks eftir æðinni að miðlunargeymum á Háhrygg, ofan Nesjavalla. Í þá er vatni dælt frá virkjuninni en það er sjálfrennandi þaðan að geymum á Reynisvatnsheiði. Engin bilun fannst en rennslið um æðina var einungis um 200 lítrar á sekúndu. Það hafði minnkað úr 1.100 lítrum á sekúndu,“ segir í tilkynningunni. Nú sé búið að loka fyrir rennsli um æðina og starfsmenn Orkuveitunnar fóru eftir birtingu á vélsleðum eftir lögninni endilangri. Þar hafi þeir ekki komið auga á tjón á henni eða fundið orsök bilunarinnar. Samkvæmt Orkuveitunni getur hætta skapast ef heitt vatn rennur úr æðinni og er ferðafólk því varað við. „Þá fara núna um 200 sekúndulítrar á yfirfalli frá heitavatnsgeymunum á Háhrygg. Það vatn rennur í gili niður af hryggnum. Þar getur líka verið varasamt að vera á ferð. Nesjavallavegur, sem er í umsjá Vegagerðarinnar, er lokaður eins og jafnan yfir vetrartímann.“Uppfært klukkan 14:30 Bilun á Nesjavallaæðinni er enn ekki fundin en nú streymir vatn inn á hana að nýju. Vatnsgeymar á Háhrygg eru að fyllast en töluverða stund tekur að fylla lögnina af vatni. Hún er liðlega 30 kílómetra löng. Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Heitavatnslögnin frá Nesjavöllum til höfuðborgarsvæðisins bilaði seint í gær en samkvæmt Orkuveitunni getur hætta skapast ef heitt vatn rennur úr æðinni og er ferðafólk því varað við. Fram kemur í tilkynningu frá Orkuveitunni að nú sé búið að loka fyrir lögnina og að leit að biluninni standi yfir. Aðgerðir sem gripið var til í nótt og í morgun eiga að tryggja íbúum nægt heitt vatn en staðan sé viðkvæm. Ferðafólki er bent á að hætta getur skapast vegna heits vatns, sé leki úr lögninni.Rennsli dregst saman um 80% „Það var uppúr klukkan átta í gærkvöldi að viðvaranir birtust um það í stjórnstöð Orkuveitunnar að rennsli um Nesjavallaæðina færi hratt minnkandi. Starfsmenn fóru með aðstoð björgunarsveitafólks eftir æðinni að miðlunargeymum á Háhrygg, ofan Nesjavalla. Í þá er vatni dælt frá virkjuninni en það er sjálfrennandi þaðan að geymum á Reynisvatnsheiði. Engin bilun fannst en rennslið um æðina var einungis um 200 lítrar á sekúndu. Það hafði minnkað úr 1.100 lítrum á sekúndu,“ segir í tilkynningunni. Nú sé búið að loka fyrir rennsli um æðina og starfsmenn Orkuveitunnar fóru eftir birtingu á vélsleðum eftir lögninni endilangri. Þar hafi þeir ekki komið auga á tjón á henni eða fundið orsök bilunarinnar. Samkvæmt Orkuveitunni getur hætta skapast ef heitt vatn rennur úr æðinni og er ferðafólk því varað við. „Þá fara núna um 200 sekúndulítrar á yfirfalli frá heitavatnsgeymunum á Háhrygg. Það vatn rennur í gili niður af hryggnum. Þar getur líka verið varasamt að vera á ferð. Nesjavallavegur, sem er í umsjá Vegagerðarinnar, er lokaður eins og jafnan yfir vetrartímann.“Uppfært klukkan 14:30 Bilun á Nesjavallaæðinni er enn ekki fundin en nú streymir vatn inn á hana að nýju. Vatnsgeymar á Háhrygg eru að fyllast en töluverða stund tekur að fylla lögnina af vatni. Hún er liðlega 30 kílómetra löng.
Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira