Innlent

Halda ekki leyfi til moltugerðar

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Óþrif fylgja moltugerð á Suðurnesjum.
Óþrif fylgja moltugerð á Suðurnesjum. Fréttablaðið/Rósa
Gámaþjónustan verður að hætta moltugerð á Pattersonflugvelli. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði kröfu fyrirtækisins um að ógilda ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja um að afturkalla starfsleyfi fyrirtækisins.



Gámaþjónustan var komin út fyrir athafnasvæði sitt og inn á vatnsverndarsvæði Suðurnesja sem stóð ógn af óþrifnaðinum sem auk þess að menga dró að sér rottur. Fyrirtækinu hefur verið gefinn „hæfilegur“ frestur til að binda enda á moltugerðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×