Óljóst um lögmæti starfslokasamninga Landspítalans Eva Bjarnadóttir skrifar 6. mars 2014 07:00 Landspítalinn Grunur leikur á um að þrír starfslokasamningar hafi verið gerðir án heimildar á Landspítalanum í tíð fyrrum forstjóra sjúkrahússins, Björns Zoëga. Landspítalinn hefur afhent Umboðsmanni Alþingis samningana til athugunar. Umboðsmaður Alþingis óskaði eftir upplýsingum um starfslokasamningana í nóvember síðastliðnum. Svör við fyrirspurninni bárust í janúar, en afstaða til þess hvort embættið hefji formlega athugun mun liggja fyrir á næstu vikum. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum voru samningarnir gerðir árið 2009 og síðar, við þrjá fyrrum stjórnendur sjúkrahússins. Samningarnir eru nú til skoðunar hjá umboðsmanni þar sem metið verður hvort farið hafi verið yfir lagaleg mörk við gerð þeirra. Tveir samninganna voru gerðir til tíu mánaða og fylgdi öðrum þeirra ákvæði um að starfsmaður sinnti á tímabilinu verkefni í tengslum við nýtt sjúkrahús. Hinn samningurinn fól ekki í sér vinnuframlag. Þriðji samningurinn var upphaflega gerður til þriggja ára og segir yfirlögfræðingur sjúkrahússins að til hafi staðið að finna viðkomandi starfsmanni annað starf innan stofnunarinnar. Það hafi hins vegar ekki gengið eftir og samningnum verið sagt upp. Umboðsmaður Alþingis gaf út álit árið 2007 um heimildir stjórnenda ríkisstofnana til að gera starfslokasamninga. Þar kemur fram sú afstaða fjármálaráðuneytisins að ekki sé unnt að gera starfslokasamninga við ríkisstarfsmenn án sérstakra lagaheimilda. Ekki sé slíkar heimildir að finna í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, og því sé forstöðumönnum ekki heimilt að taka ákvörðun um gerð starfslokasamninga. Jafnframt er á það bent í áliti umboðsmanns að gæta þurfi að því að jafnræðis milli starfsmanna sé gætt, bæði um efni samninganna og hverjir eigi kost á þeim. Þá kemur fram að dómar sem fallið hafa í ágreiningsmálum varðandi starfslokasamninga hafi ekki verið á einn veg.Trausti Fannar Valsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, segir að út frá dómafordæmum sé ekki hægt að fullyrða að óheimilt sé gera starfslokasamninga. Þó sé ljóst að slíkir samningar séu háðir miklum takmörkunum, þar sem gæta þurfi jafnræðis meðal starfsmanna, fjárheimildir þurfi að vera til staðar og málsmeðferð uppsagnar að standast lög. Fái mál Landspítalans formlega umfjöllun umboðsmanns verður stjórnendum Landspítalns gefinn kostur á að skýra mál sitt. Verði niðurstaðan sú að brotið hafi verið gegn stjórnvaldsreglum lýkur umboðsmaður sinni meðferð með útgáfu álits.Fjármálaráðuneytið áréttaði reglur um uppsagnir Fjármálaráðuneytið sendi stjórnendum ríkisstofnana eftirfarandi áréttingu árið 2007 um heimildir þeirra til að binda endi á ráðningu starfsmanns, í kjölfar álits Umboðsmaður Alþingis. Þær heimildir eru:Lögleg uppsögn ráðningarsamnings sem ekki felur í sér neinar heimildir til launagreiðslna eftir að uppsagnarfresti lýkur.Fyrirvaralaus frávikning úr starfi án frekari launa. Lausn vegna heilsubrests þegar þau skilyrði eru fram komin með þriggja mánaða lausnarlaunum. Niðurlagning starfs sem biðlaunaréttur er tengdur við með sex eða tólf mánaða launum samkvæmt ákvæði starfsmannalaga til bráðabirgða.Hvað er starfslokasamningur? Hugtakið starfslokasamningur er ekki fastmótað í íslenskum rétti, en í áliti umboðsmanns Alþingis og í svari fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn þingmanns á Alþingi, segir að átt sé við samning um að starfsmaður láti af starfi áður en hann hefur náð aldurshámarki eða tímabundin skipun eða ráðning sé á enda, án þess að reglum laga um starfslokin fylgt sé og þá gegn fjárgreiðslu. Mest lesið Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni Sjá meira
Grunur leikur á um að þrír starfslokasamningar hafi verið gerðir án heimildar á Landspítalanum í tíð fyrrum forstjóra sjúkrahússins, Björns Zoëga. Landspítalinn hefur afhent Umboðsmanni Alþingis samningana til athugunar. Umboðsmaður Alþingis óskaði eftir upplýsingum um starfslokasamningana í nóvember síðastliðnum. Svör við fyrirspurninni bárust í janúar, en afstaða til þess hvort embættið hefji formlega athugun mun liggja fyrir á næstu vikum. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum voru samningarnir gerðir árið 2009 og síðar, við þrjá fyrrum stjórnendur sjúkrahússins. Samningarnir eru nú til skoðunar hjá umboðsmanni þar sem metið verður hvort farið hafi verið yfir lagaleg mörk við gerð þeirra. Tveir samninganna voru gerðir til tíu mánaða og fylgdi öðrum þeirra ákvæði um að starfsmaður sinnti á tímabilinu verkefni í tengslum við nýtt sjúkrahús. Hinn samningurinn fól ekki í sér vinnuframlag. Þriðji samningurinn var upphaflega gerður til þriggja ára og segir yfirlögfræðingur sjúkrahússins að til hafi staðið að finna viðkomandi starfsmanni annað starf innan stofnunarinnar. Það hafi hins vegar ekki gengið eftir og samningnum verið sagt upp. Umboðsmaður Alþingis gaf út álit árið 2007 um heimildir stjórnenda ríkisstofnana til að gera starfslokasamninga. Þar kemur fram sú afstaða fjármálaráðuneytisins að ekki sé unnt að gera starfslokasamninga við ríkisstarfsmenn án sérstakra lagaheimilda. Ekki sé slíkar heimildir að finna í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, og því sé forstöðumönnum ekki heimilt að taka ákvörðun um gerð starfslokasamninga. Jafnframt er á það bent í áliti umboðsmanns að gæta þurfi að því að jafnræðis milli starfsmanna sé gætt, bæði um efni samninganna og hverjir eigi kost á þeim. Þá kemur fram að dómar sem fallið hafa í ágreiningsmálum varðandi starfslokasamninga hafi ekki verið á einn veg.Trausti Fannar Valsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, segir að út frá dómafordæmum sé ekki hægt að fullyrða að óheimilt sé gera starfslokasamninga. Þó sé ljóst að slíkir samningar séu háðir miklum takmörkunum, þar sem gæta þurfi jafnræðis meðal starfsmanna, fjárheimildir þurfi að vera til staðar og málsmeðferð uppsagnar að standast lög. Fái mál Landspítalans formlega umfjöllun umboðsmanns verður stjórnendum Landspítalns gefinn kostur á að skýra mál sitt. Verði niðurstaðan sú að brotið hafi verið gegn stjórnvaldsreglum lýkur umboðsmaður sinni meðferð með útgáfu álits.Fjármálaráðuneytið áréttaði reglur um uppsagnir Fjármálaráðuneytið sendi stjórnendum ríkisstofnana eftirfarandi áréttingu árið 2007 um heimildir þeirra til að binda endi á ráðningu starfsmanns, í kjölfar álits Umboðsmaður Alþingis. Þær heimildir eru:Lögleg uppsögn ráðningarsamnings sem ekki felur í sér neinar heimildir til launagreiðslna eftir að uppsagnarfresti lýkur.Fyrirvaralaus frávikning úr starfi án frekari launa. Lausn vegna heilsubrests þegar þau skilyrði eru fram komin með þriggja mánaða lausnarlaunum. Niðurlagning starfs sem biðlaunaréttur er tengdur við með sex eða tólf mánaða launum samkvæmt ákvæði starfsmannalaga til bráðabirgða.Hvað er starfslokasamningur? Hugtakið starfslokasamningur er ekki fastmótað í íslenskum rétti, en í áliti umboðsmanns Alþingis og í svari fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn þingmanns á Alþingi, segir að átt sé við samning um að starfsmaður láti af starfi áður en hann hefur náð aldurshámarki eða tímabundin skipun eða ráðning sé á enda, án þess að reglum laga um starfslokin fylgt sé og þá gegn fjárgreiðslu.
Mest lesið Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni Sjá meira