Stefnir í stórátök á Alþingi Jakob Bjarnar skrifar 6. mars 2014 16:26 Ríkisstjórnin hefur ekki virt samkomulag um að boða til sáttafundar með formönnum flokkanna. Í síðustu viku var allt í hnút á Alþingi, gríðarleg átök vegna þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra þess efnis að slíta beri umsvifalaust viðræðum við Evrópusambandið. Að endingu var samið um vopnahlé, undir forystu forseta Alþingis, Einars K. Guðfinnssonar, milli formanna þingflokkanna. Niðurstaðan var sú að Gunnar Bragi fengi að flytja ályktun sína og stjórnarandstaðan gerði ekki mikinn ágreining um það – fyrstu umræðu um málið hófst, henni var þá frestað og nefndavika tók við.Bólar ekki á fundarboði Í samkomulaginu fólst að formenn flokka kæmu saman til að reyna að ná einhverri sátt í þessu mikla hitamáli. Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, segir það hafa verið sinn skilning. En ekkert bólar hins vegar á fundarboði frá forsætisráðherra. „Þessi var minn skilningur. Þetta var ekki niðurneglt eða undirskrifað en það var talað um að flokkarnir myndu hittast,“ segir Guðmundur. Af slíkum fundi verður ekki. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráherra er floginn til Kanada og kemur ekki aftur fyrr en á laugardag. Guðmundur segir að það líklegt sé að umræða muni um þingsályktunartillöguna muni halda áfram, og það án þess að nokkur sátt sé í sjónmáli. „Sú umræða mun væntanlega taka langan tíma. Þetta er stórt mál og ekki mikil sátt um það. Þannig að, þetta er mikill ósveigjanleiki að vilja ekki ræða málin við okkur.“Engin sátt í boði Guðmundur Steingrímsson segir lítið frumkvæði koma frá Sigmundi Davíð er varðar allt sem lýtur að friði um mál og sátt. „Menn verða náttúrlega að sýna einhvern lit í því. Fjölmargir hafa bent á, meðal annarra við í Bjartri framtíð, um að það megi finna farveg og sátt sem gæti verið í samræmi við stjórnarsáttmálann.“ En, allt kemur fyrir ekki. „Ég veit ekki hvort eitthvað hefur farið fram milli stjórnarflokkanna um þetta. Mér virðist ráðaleysi í ríkisstjórninni um þetta mál. Á hverjum degi kemur einhver ný ástæða um að rétt sé að slíta viðræðum og fara ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu. Undantekningarlaust er það hrakið; rökþrot einkennir þetta mál. Ef ég væri þeir myndi ég reyna að landa þessu máli í sátt og samlyndi. Að því marki sem það er hægt.“Stefnir í langa og mikla umræðu Ómögulegt er að segja til um hversu lengi umræðan um þingsályktunartillöguna stendur. Guðmundur segir þetta risastórt mál og það hljóti menn að vilja ræða út frá öllum sjónarhornum. „Það liggur í augum uppi. Við munum vera málefnaleg, að sjálfsögðu, en það er núna eða aldrei, í nánustu framtíð að tala um Evrópumálin, ef þeir ætla virkilega að slíta þessu. Þingstörf gætu orðið erfið ef þeir ætla að koma með umfangsmikil mál önnur. Allur ósveigjanleiki er mikil tímaeyðsla. Sorglegt að menn kjósi ekki sáttaleiðina.“ Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Sjá meira
Í síðustu viku var allt í hnút á Alþingi, gríðarleg átök vegna þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra þess efnis að slíta beri umsvifalaust viðræðum við Evrópusambandið. Að endingu var samið um vopnahlé, undir forystu forseta Alþingis, Einars K. Guðfinnssonar, milli formanna þingflokkanna. Niðurstaðan var sú að Gunnar Bragi fengi að flytja ályktun sína og stjórnarandstaðan gerði ekki mikinn ágreining um það – fyrstu umræðu um málið hófst, henni var þá frestað og nefndavika tók við.Bólar ekki á fundarboði Í samkomulaginu fólst að formenn flokka kæmu saman til að reyna að ná einhverri sátt í þessu mikla hitamáli. Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, segir það hafa verið sinn skilning. En ekkert bólar hins vegar á fundarboði frá forsætisráðherra. „Þessi var minn skilningur. Þetta var ekki niðurneglt eða undirskrifað en það var talað um að flokkarnir myndu hittast,“ segir Guðmundur. Af slíkum fundi verður ekki. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráherra er floginn til Kanada og kemur ekki aftur fyrr en á laugardag. Guðmundur segir að það líklegt sé að umræða muni um þingsályktunartillöguna muni halda áfram, og það án þess að nokkur sátt sé í sjónmáli. „Sú umræða mun væntanlega taka langan tíma. Þetta er stórt mál og ekki mikil sátt um það. Þannig að, þetta er mikill ósveigjanleiki að vilja ekki ræða málin við okkur.“Engin sátt í boði Guðmundur Steingrímsson segir lítið frumkvæði koma frá Sigmundi Davíð er varðar allt sem lýtur að friði um mál og sátt. „Menn verða náttúrlega að sýna einhvern lit í því. Fjölmargir hafa bent á, meðal annarra við í Bjartri framtíð, um að það megi finna farveg og sátt sem gæti verið í samræmi við stjórnarsáttmálann.“ En, allt kemur fyrir ekki. „Ég veit ekki hvort eitthvað hefur farið fram milli stjórnarflokkanna um þetta. Mér virðist ráðaleysi í ríkisstjórninni um þetta mál. Á hverjum degi kemur einhver ný ástæða um að rétt sé að slíta viðræðum og fara ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu. Undantekningarlaust er það hrakið; rökþrot einkennir þetta mál. Ef ég væri þeir myndi ég reyna að landa þessu máli í sátt og samlyndi. Að því marki sem það er hægt.“Stefnir í langa og mikla umræðu Ómögulegt er að segja til um hversu lengi umræðan um þingsályktunartillöguna stendur. Guðmundur segir þetta risastórt mál og það hljóti menn að vilja ræða út frá öllum sjónarhornum. „Það liggur í augum uppi. Við munum vera málefnaleg, að sjálfsögðu, en það er núna eða aldrei, í nánustu framtíð að tala um Evrópumálin, ef þeir ætla virkilega að slíta þessu. Þingstörf gætu orðið erfið ef þeir ætla að koma með umfangsmikil mál önnur. Allur ósveigjanleiki er mikil tímaeyðsla. Sorglegt að menn kjósi ekki sáttaleiðina.“
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent