Innlent

Snjóflóðahætta í Ólafsfirði

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tekin verður ákvörðun í dag hvort halda skulu viðvörunni áfram.
Tekin verður ákvörðun í dag hvort halda skulu viðvörunni áfram. visir/bh
Um kvöldmatarleitið í gær var sett á hættustig B við hesthúsahverfið í Ólafsfirði vegna snjóflóðahættu en þetta kemur fram í frétt á vef Akureyri Vikublaðs.

Í samtali við Akureyri Vikublað sagði Svein Brynjólfsson, starfsmaður snjóflóðavaktar Veðurstofunnar, að hættustigið hafi verið lýst yfir vegna mikilla hlýinda sem ganga yfir norðurlandið ásamt miklu sunnan hvassviðri. 

Það gerir það að verkum að snjóalög eru ótraust og eiga auðvelt með að fara á hreyfingu.

Tekin verður ákvörðun í dag hvort halda skulu viðvörunni áfram. Fram kemur á vef Veðurstofunnar að fimm lítil snjóflóð hafa fallið í morgun í Ólafsfirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×