Innlent

Sjálfstæðismenn rölta um Reykjavík

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
VÍSIR/DANÍEL
Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík munu ganga um öll hverfi borgarinnar næstu daga og vikur. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá flokknum.

Tilgangurinn með röltinu er að gefa íbúum borgarinnar tækifæri á að hitta frambjóðendur og koma með ábendingar á því sem betur má fara í hverju hverfi fyrir sig.

„Allir eru velkomnir með okkur að rölta um hverfin.“ segir Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfsstæðisflokksins í Reykjavík. „Okkur langar að hitta íbúana og heyra hvað þeir hafa að segja um sitt hverfi, hvernig er staðan á göngustígunum, leikvöllunum, skipulagsmálunum og öðru því sem skiptir íbúana máli?“ segir Halldór.

Röltið um borgina hefst á morgun. Fyrsti göngutúrinn er í Grafarvoginum og hefst klukkan  17:30 við Heilsugæsluna við Spöngina. Næstu daga verður gengið um Árbæinn, Bryggjuhverfið, Grafarholtið, Kjalarnesið, Breiðholtið, Bústaðahverfið, Laugardalinn, Hlíðarnar, Miðbæinn og Vesturbæinn. Hægt verður að fylgjast með hópnum á Facebooksíðu borgarstjórnarhóps í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×