Mega kynleiðréttir íþróttamenn keppa í sínum flokki hér á landi? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2014 18:30 Kynleiðréttingar íþróttamanna voru teknar fyrir í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og heyrðu þeir í Líneyju Rut Halldórsdóttur, framkvæmdarstjóri ÍSÍ. Strákarnir í Reykjavík síðdegis rákust á frétt á netinu sem fjallaði um konu í Kaliforníu hefur stefnt forvarsmönnum krossfitsmóts þar sem að hún fær ekki að keppa í kvennaflokki en umrædd kona hefur farið í kynleiðréttingu. Konan fæddist sem karlmaður en er kona í dag eftir að hafa farið í kynleiðréttingu. Hún vill keppa sem kona á þessu krossfitmóti en fær það ekki. Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdarstjóri ÍSÍ ræddi málið í Reykjavík síðdegis og fór yfir hvaða reglur gilda um kynleiðrétta einstaklinga í íþróttum hér á landi. Hvaða reglur gilda hér á landi. Getur karl sem lætur leiðrétta kyn sitt keppt sem kona á mótum hjá aðildarfélögum ÍSÍ? „Við myndum að sjálfsögðu fara eftir því sem alþjóðaólympíunefndin leggur til og það sem tíðkast innan viðkomandi alþjóðlegu sérsambanda. Þetta er ekki nýtt af nálinni og ég held að þetta hafi mögulega fyrst komið upp hjá alþjóða frjálsíþróttasambandinu í kringum 1989 eða 1990," sagði Líney Rut Halldórsdóttir. „Þá var þetta tekið eins og þeir segja mál fyrir mál eða einstakling fyrir einstakling. Árið 2003 setur Alþjóðaólympíunefndin sér ákveðnar reglur og þær kallast Stokkhólmsyfirlýsingin varðandi kynbreytingar . Í framhaldinu á þeim voru settar fram ákveðin skilyrði sem þarf að uppfylla til að geta keppt undir sínu nýja kyni," sagði Líney Rut en hverjar eru þær reglur? „Ef kynskiptin fara fram áður en viðkomandi fer í gegnum kynþroskaaldurinn þá gerist það bara sjálfkrafa og þú keppir í því kyni sem þú ert að breytast yfir í. Ef að þetta er gert eftir kynþroska þá leggja þeir upp með það að til þess að geta tekið þátt í keppnum eftir kynskiptaaðgerð þá þurfa allar sköfuaðgerðir að vera búnar, að búið sé að fjarlægja eggjastokka og eistu og þvíumlíkt sem og að hormónameðferð hafi farið fram. Þá má viðkomandi keppa ef að það eru liðin tvö ár síðan að meðferðunum er lokið," segir Líney. Líney Rut staðfesti að það hafi ekki verið látið reyna á þessar reglur hér á landi en það er hægt að heyra allt viðtalið við hana hér fyrir ofan. Erlendar Innlendar Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Frakkar fóru létt með Belgana Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Sjá meira
Kynleiðréttingar íþróttamanna voru teknar fyrir í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og heyrðu þeir í Líneyju Rut Halldórsdóttur, framkvæmdarstjóri ÍSÍ. Strákarnir í Reykjavík síðdegis rákust á frétt á netinu sem fjallaði um konu í Kaliforníu hefur stefnt forvarsmönnum krossfitsmóts þar sem að hún fær ekki að keppa í kvennaflokki en umrædd kona hefur farið í kynleiðréttingu. Konan fæddist sem karlmaður en er kona í dag eftir að hafa farið í kynleiðréttingu. Hún vill keppa sem kona á þessu krossfitmóti en fær það ekki. Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdarstjóri ÍSÍ ræddi málið í Reykjavík síðdegis og fór yfir hvaða reglur gilda um kynleiðrétta einstaklinga í íþróttum hér á landi. Hvaða reglur gilda hér á landi. Getur karl sem lætur leiðrétta kyn sitt keppt sem kona á mótum hjá aðildarfélögum ÍSÍ? „Við myndum að sjálfsögðu fara eftir því sem alþjóðaólympíunefndin leggur til og það sem tíðkast innan viðkomandi alþjóðlegu sérsambanda. Þetta er ekki nýtt af nálinni og ég held að þetta hafi mögulega fyrst komið upp hjá alþjóða frjálsíþróttasambandinu í kringum 1989 eða 1990," sagði Líney Rut Halldórsdóttir. „Þá var þetta tekið eins og þeir segja mál fyrir mál eða einstakling fyrir einstakling. Árið 2003 setur Alþjóðaólympíunefndin sér ákveðnar reglur og þær kallast Stokkhólmsyfirlýsingin varðandi kynbreytingar . Í framhaldinu á þeim voru settar fram ákveðin skilyrði sem þarf að uppfylla til að geta keppt undir sínu nýja kyni," sagði Líney Rut en hverjar eru þær reglur? „Ef kynskiptin fara fram áður en viðkomandi fer í gegnum kynþroskaaldurinn þá gerist það bara sjálfkrafa og þú keppir í því kyni sem þú ert að breytast yfir í. Ef að þetta er gert eftir kynþroska þá leggja þeir upp með það að til þess að geta tekið þátt í keppnum eftir kynskiptaaðgerð þá þurfa allar sköfuaðgerðir að vera búnar, að búið sé að fjarlægja eggjastokka og eistu og þvíumlíkt sem og að hormónameðferð hafi farið fram. Þá má viðkomandi keppa ef að það eru liðin tvö ár síðan að meðferðunum er lokið," segir Líney. Líney Rut staðfesti að það hafi ekki verið látið reyna á þessar reglur hér á landi en það er hægt að heyra allt viðtalið við hana hér fyrir ofan.
Erlendar Innlendar Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Frakkar fóru létt með Belgana Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Sjá meira