Innlent

Auka þurfi svigrúm til uppsagna

Elimar Hauksson skrifar
Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, telur að auka þurfi svigrúm til uppsagna ríkisstarfsmanna við sameiningu ríkisstofnanna og segir óhjákvæmilegt að líta til starfsmannamála þegar skorið er niður í ríkisrekstri.

Vigdís var ein framsögumanna á fundi Félags forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands. Viðfangsefni fundarins var niðurskurður ríkisstofnana og kröfur um óbreytt þjónustustig þeirra samhliða þeim niðurskurði.



Vigdís segir að lagaákvæði, eins það sem kemur fram í frumvarpi til laga um sameiningu sýslumannsembætta, um að enginn núverandi starfsmanna missi starf sitt við fyrirhugaðar breytingar sé ekki æskilegt í hagræðingu í ríkisrekstri.

„Ég tel að það séu ennþá meiri tækifæri til þess að geta hagrætt frekar í rekstri hins opinbera og því séu ákvæði af þessu tagi ekki til bóta fyrir forstöðumenn ríkisstofnanna,“ segir Vigdís.

Hún telur að ef forstöðumenn ríkisstofnana hafi ekki þetta svigrúm þá verði að minnsta kosti að hafa ákvæði um ráðningarbann og starfsmenn eldist þannig úr stöðugildum því hagræðing í starfsmannahaldi sé sá þáttur sem einna helst sé litið til við sameiningu og samruna fyrirtækja í einkageiranum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×