Í vikulanga óvissuferð um Ísland Samúel Karl Ólason skrifar 14. mars 2014 10:04 Vísir/GVA Jennifer Asmundsson, frá Seattle í Bandaríkjunum, mun ferðast um landið í vikutíma undir fararstjórn rúmlega 100 þúsund fylgjenda Inspired by Iceland á samfélagsmiðlum. Hún var valin úr hópi rúmlega 4.500 umsækjenda alls staðan að úr heiminum og hefur hlotið titilinn Hugrakkasti ferðamaðurinn. Í tilkynningu frá Inspired by Iceland segir að átakið hafi undanfarið leitað eftir tillögum að skemmtilegum áfangastöðum og ævintýralegri lífsreynslu á samfélagsmiðlum sínum. Við því brást fjöldi fólks við og sendi inn hugmyndir sem nýttar verða til að skipuleggja sjö daga ferð um landið. Jennifer er af íslensku bergi brotin, en afi hennar var fæddur á Íslandi og fluttist ungur til vesturheima. „Þetta er ótrúlegt tækifæri. Ég er kokkur, og afi minn var Íslendingur. Hann dó þegar ég var ung, áður en hann gat kennt mér neitt um tungumálið, eða íslenskar matarhefðir. Ég er mjög spennt að fræðast um Ísland, og læra um jarðhita og íslenskar matarvenjur og uppgötva leyndarmál Íslands frá fyrstu hendi,“ segir Jennifer. Ævintýraför Jennifer hefst í dag, en með henni í för verða kvikmyndagerðamenn sem munu gera –heimildamynd um ferðalagið. Leikurinn er hluti af Share the secret herferðinni sem Inspired by Iceland hefur staðið fyrir í vetur. Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu segir Ísland fullt af ævintýralegum tækifærum sem fáir vita af og séu einfaldlega ekki á kortinu hjá erlendum ferðamönnum. „Höfuðborgin og hver og einn landshluti býr yfir spennandi svæðum, fólki, skemmtilegri menningu, góðum mat, töfrandi slóðum og afþreyingu. Við viljum því gefa ferðamönnum tækifæri til að uppgötva íslensk ævintýri um allt land og ekki síður að gefa Íslendingum tækifæri á að benda ferðamönnum á það sem þeir ættu ekki að láta framhjá sér fara sem hægt er að upplifa allan ársins hring,“ segir Inga Hlín. Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira
Jennifer Asmundsson, frá Seattle í Bandaríkjunum, mun ferðast um landið í vikutíma undir fararstjórn rúmlega 100 þúsund fylgjenda Inspired by Iceland á samfélagsmiðlum. Hún var valin úr hópi rúmlega 4.500 umsækjenda alls staðan að úr heiminum og hefur hlotið titilinn Hugrakkasti ferðamaðurinn. Í tilkynningu frá Inspired by Iceland segir að átakið hafi undanfarið leitað eftir tillögum að skemmtilegum áfangastöðum og ævintýralegri lífsreynslu á samfélagsmiðlum sínum. Við því brást fjöldi fólks við og sendi inn hugmyndir sem nýttar verða til að skipuleggja sjö daga ferð um landið. Jennifer er af íslensku bergi brotin, en afi hennar var fæddur á Íslandi og fluttist ungur til vesturheima. „Þetta er ótrúlegt tækifæri. Ég er kokkur, og afi minn var Íslendingur. Hann dó þegar ég var ung, áður en hann gat kennt mér neitt um tungumálið, eða íslenskar matarhefðir. Ég er mjög spennt að fræðast um Ísland, og læra um jarðhita og íslenskar matarvenjur og uppgötva leyndarmál Íslands frá fyrstu hendi,“ segir Jennifer. Ævintýraför Jennifer hefst í dag, en með henni í för verða kvikmyndagerðamenn sem munu gera –heimildamynd um ferðalagið. Leikurinn er hluti af Share the secret herferðinni sem Inspired by Iceland hefur staðið fyrir í vetur. Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu segir Ísland fullt af ævintýralegum tækifærum sem fáir vita af og séu einfaldlega ekki á kortinu hjá erlendum ferðamönnum. „Höfuðborgin og hver og einn landshluti býr yfir spennandi svæðum, fólki, skemmtilegri menningu, góðum mat, töfrandi slóðum og afþreyingu. Við viljum því gefa ferðamönnum tækifæri til að uppgötva íslensk ævintýri um allt land og ekki síður að gefa Íslendingum tækifæri á að benda ferðamönnum á það sem þeir ættu ekki að láta framhjá sér fara sem hægt er að upplifa allan ársins hring,“ segir Inga Hlín.
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira