Innlent

Hefur ekki trú á því að ESB málið muni hafa áhrif á kjördag

Höskuldur Kári Schram skrifar
Halldór Halldórsson oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík.
Halldór Halldórsson oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík.
Halldór Halldórsson odddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík, segir að átökin í landspólitíkinni hafi haft áhrif fylgi flokksins í borginni.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 23,1 prósenta fylgi í borginni samkvæmt könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Flokkurinn fékk 33,6 prósent í borgarstjórnarkosningunum 2010 og hefur fylgi flokksins því minnkað um nærri þriðjung.

Halldór Halldórsson oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík segir að átökin í landspólitíkinni hafi haft áhrif á fylgi flokksins í borginni.

„Það hafa verið ýmis átök í gangi í landsmálunum og hugsanlega smitast það eitthvað inn í borgarmálin þó það ætti ekki að gera það. Við erum ekki fjalla um sambærileg mál. Svo eru að koma inn ný framboð sem kjósendur eru að velta fyrir sér. Ég hef trú á því að þetta muni breytast þegar við förum að tala meira um stefnumál og nálgumst kjördag,“ segir Halldór.

Ráðherra Sjálfstæðisflokksins hafa verið sakaðir um að svíkja kosningaloforð í ESB málinu og Halldór telur vissulega að sú umræða hafi áhrif.

„Það hefur alltaf verið talað um að borgin sé sérstaklega tengd landsmálunum þó að það sé auðvitað ekki sanngjarnt í sjálfu sér. Ég hugsa að þetta muni hafa einhver áhrif á meðan átökin [um ESB] eru í gangi,“ segir Halldór.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×