Komast fyrr í augnaðgerð ef borgað er úr eigin vasa Viktoría Hermannsdóttir skrifar 20. október 2014 07:00 Biðlistinn eftir að komast í aðgerð á augasteini er langur. Um 1.500 manns eru á biðlista eftir aðgerðum til þess að fjarlægja ský af augasteini. Um eins og hálfs árs bið er eftir aðgerðum sem borgaðar eru af Sjúkratryggingum en vilji fólk borga sjálft fyrir aðgerðina þá er aðeins nokkurra vikna bið. Aðgerðin kostar á bilinu 175 þúsund til 400 þúsund borgi fólk sjálft fyrir hana á einkastofu og fer verðið þá eftir því hvort gerð er aðgerð á öðru auganu eða báðum. „Það er nokkuð algengt að fólk ákveði að greiða fyrir aðgerðina sjálft. Þá er aðgerðin yfirleitt gerð innan nokkurra daga eða vikna,“ segir Óskar Jónsson augnlæknir hjá Sjónlagi. Aðgerðir sem kostaðar eru af Sjúkratryggingum Íslands til þess að fjarlægja ský af augasteini eru gerðar á augndeild Landspítalans og tveimur einkastofum. Á Landspítala eru gerðar eins margar aðgerðir og deildin ræður við að sögn Einars Stefánssonar, prófessors í augnlækningum og yfirlæknis augnlæknadeildar Landspítala. Þær hafa verið um 1.000 á ári en sú tala hefur farið lækkandi undanfarin ár að sögn Einars vegna þess að dregið hefur úr fjármagni til deildarinnar auk þess sem starfsfólki hefur fækkað. Til þess að mæta þessu hafa tvær einkastofur einnig gert þessar aðgerðir en viss kvóti er á aðgerðunum sem stofunum er skylt að skipta niður jafnt yfir árið. Töluvert meiri þörf er á aðgerðum en kvótinn gerir ráð fyrir og því býðst sjúklingum einnig að borga sjálfum fyrir aðgerðir. Hvor einkastofan um sig fær kvóta upp á 400 aðgerðir á ári.Einar Stefánsson„Það er þó ekki þannig að þú komist fram fyrir á biðlistanum heldur fara þeir sem sjálfir borga út af biðlistanum og komast þannig að fyrr,“ segir Eiríkur Þorgeirsson, augnlæknir hjá Lasersjón. „Það er mikil þörf á þessum aðgerðum og biðtíminn er orðinn eitt og hálft ár. Það sem er kannski verst við þessa löngu bið er að oft kemur í ljós þegar að aðgerðinni kemur að það er eitthvað allt annað að sem hefði átt að grípa inn í fyrr. Fólk veit að það er með ský á auga og þess vegna eðlilegt að sjón versni út af því. Þeir Óskar og Eiríkur eru sammála um að það sé miður að Sjúkratryggingar stækki ekki kvótann fyrir þessar aðgerðir þar sem þetta séu þær augnaðgerðir sem bæti hvað mest lífsgæði eldra fólks, sem er í meirihluta þeirra sem fara í aðgerðirnar. Einar Stefánsson, prófessor í augnlækningum og yfirlæknir augnlæknadeildar Landspítala, tekur undir það. „Það er stórkostlega meingölluð niðurstaða í okkar ríkisrekstri að við skulum neita þessu gamla fólki um þessi ódýru lífsgæði eins og við sóum fé í annað sem er minna brýnt,“ segir Einar. „Þessar aðgerðir bæta sennilega lífsgæði fólks einna mest af öllum aðgerðum. Þetta eru einna árangursríkustu aðgerðirnar hvað varðar lengd þeirra, kostnað og svo ávinninginn af þeim,“ segir Óskar. Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Fleiri fréttir Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Sjá meira
Um 1.500 manns eru á biðlista eftir aðgerðum til þess að fjarlægja ský af augasteini. Um eins og hálfs árs bið er eftir aðgerðum sem borgaðar eru af Sjúkratryggingum en vilji fólk borga sjálft fyrir aðgerðina þá er aðeins nokkurra vikna bið. Aðgerðin kostar á bilinu 175 þúsund til 400 þúsund borgi fólk sjálft fyrir hana á einkastofu og fer verðið þá eftir því hvort gerð er aðgerð á öðru auganu eða báðum. „Það er nokkuð algengt að fólk ákveði að greiða fyrir aðgerðina sjálft. Þá er aðgerðin yfirleitt gerð innan nokkurra daga eða vikna,“ segir Óskar Jónsson augnlæknir hjá Sjónlagi. Aðgerðir sem kostaðar eru af Sjúkratryggingum Íslands til þess að fjarlægja ský af augasteini eru gerðar á augndeild Landspítalans og tveimur einkastofum. Á Landspítala eru gerðar eins margar aðgerðir og deildin ræður við að sögn Einars Stefánssonar, prófessors í augnlækningum og yfirlæknis augnlæknadeildar Landspítala. Þær hafa verið um 1.000 á ári en sú tala hefur farið lækkandi undanfarin ár að sögn Einars vegna þess að dregið hefur úr fjármagni til deildarinnar auk þess sem starfsfólki hefur fækkað. Til þess að mæta þessu hafa tvær einkastofur einnig gert þessar aðgerðir en viss kvóti er á aðgerðunum sem stofunum er skylt að skipta niður jafnt yfir árið. Töluvert meiri þörf er á aðgerðum en kvótinn gerir ráð fyrir og því býðst sjúklingum einnig að borga sjálfum fyrir aðgerðir. Hvor einkastofan um sig fær kvóta upp á 400 aðgerðir á ári.Einar Stefánsson„Það er þó ekki þannig að þú komist fram fyrir á biðlistanum heldur fara þeir sem sjálfir borga út af biðlistanum og komast þannig að fyrr,“ segir Eiríkur Þorgeirsson, augnlæknir hjá Lasersjón. „Það er mikil þörf á þessum aðgerðum og biðtíminn er orðinn eitt og hálft ár. Það sem er kannski verst við þessa löngu bið er að oft kemur í ljós þegar að aðgerðinni kemur að það er eitthvað allt annað að sem hefði átt að grípa inn í fyrr. Fólk veit að það er með ský á auga og þess vegna eðlilegt að sjón versni út af því. Þeir Óskar og Eiríkur eru sammála um að það sé miður að Sjúkratryggingar stækki ekki kvótann fyrir þessar aðgerðir þar sem þetta séu þær augnaðgerðir sem bæti hvað mest lífsgæði eldra fólks, sem er í meirihluta þeirra sem fara í aðgerðirnar. Einar Stefánsson, prófessor í augnlækningum og yfirlæknir augnlæknadeildar Landspítala, tekur undir það. „Það er stórkostlega meingölluð niðurstaða í okkar ríkisrekstri að við skulum neita þessu gamla fólki um þessi ódýru lífsgæði eins og við sóum fé í annað sem er minna brýnt,“ segir Einar. „Þessar aðgerðir bæta sennilega lífsgæði fólks einna mest af öllum aðgerðum. Þetta eru einna árangursríkustu aðgerðirnar hvað varðar lengd þeirra, kostnað og svo ávinninginn af þeim,“ segir Óskar.
Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Fleiri fréttir Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Sjá meira