Komast fyrr í augnaðgerð ef borgað er úr eigin vasa Viktoría Hermannsdóttir skrifar 20. október 2014 07:00 Biðlistinn eftir að komast í aðgerð á augasteini er langur. Um 1.500 manns eru á biðlista eftir aðgerðum til þess að fjarlægja ský af augasteini. Um eins og hálfs árs bið er eftir aðgerðum sem borgaðar eru af Sjúkratryggingum en vilji fólk borga sjálft fyrir aðgerðina þá er aðeins nokkurra vikna bið. Aðgerðin kostar á bilinu 175 þúsund til 400 þúsund borgi fólk sjálft fyrir hana á einkastofu og fer verðið þá eftir því hvort gerð er aðgerð á öðru auganu eða báðum. „Það er nokkuð algengt að fólk ákveði að greiða fyrir aðgerðina sjálft. Þá er aðgerðin yfirleitt gerð innan nokkurra daga eða vikna,“ segir Óskar Jónsson augnlæknir hjá Sjónlagi. Aðgerðir sem kostaðar eru af Sjúkratryggingum Íslands til þess að fjarlægja ský af augasteini eru gerðar á augndeild Landspítalans og tveimur einkastofum. Á Landspítala eru gerðar eins margar aðgerðir og deildin ræður við að sögn Einars Stefánssonar, prófessors í augnlækningum og yfirlæknis augnlæknadeildar Landspítala. Þær hafa verið um 1.000 á ári en sú tala hefur farið lækkandi undanfarin ár að sögn Einars vegna þess að dregið hefur úr fjármagni til deildarinnar auk þess sem starfsfólki hefur fækkað. Til þess að mæta þessu hafa tvær einkastofur einnig gert þessar aðgerðir en viss kvóti er á aðgerðunum sem stofunum er skylt að skipta niður jafnt yfir árið. Töluvert meiri þörf er á aðgerðum en kvótinn gerir ráð fyrir og því býðst sjúklingum einnig að borga sjálfum fyrir aðgerðir. Hvor einkastofan um sig fær kvóta upp á 400 aðgerðir á ári.Einar Stefánsson„Það er þó ekki þannig að þú komist fram fyrir á biðlistanum heldur fara þeir sem sjálfir borga út af biðlistanum og komast þannig að fyrr,“ segir Eiríkur Þorgeirsson, augnlæknir hjá Lasersjón. „Það er mikil þörf á þessum aðgerðum og biðtíminn er orðinn eitt og hálft ár. Það sem er kannski verst við þessa löngu bið er að oft kemur í ljós þegar að aðgerðinni kemur að það er eitthvað allt annað að sem hefði átt að grípa inn í fyrr. Fólk veit að það er með ský á auga og þess vegna eðlilegt að sjón versni út af því. Þeir Óskar og Eiríkur eru sammála um að það sé miður að Sjúkratryggingar stækki ekki kvótann fyrir þessar aðgerðir þar sem þetta séu þær augnaðgerðir sem bæti hvað mest lífsgæði eldra fólks, sem er í meirihluta þeirra sem fara í aðgerðirnar. Einar Stefánsson, prófessor í augnlækningum og yfirlæknir augnlæknadeildar Landspítala, tekur undir það. „Það er stórkostlega meingölluð niðurstaða í okkar ríkisrekstri að við skulum neita þessu gamla fólki um þessi ódýru lífsgæði eins og við sóum fé í annað sem er minna brýnt,“ segir Einar. „Þessar aðgerðir bæta sennilega lífsgæði fólks einna mest af öllum aðgerðum. Þetta eru einna árangursríkustu aðgerðirnar hvað varðar lengd þeirra, kostnað og svo ávinninginn af þeim,“ segir Óskar. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Sjá meira
Um 1.500 manns eru á biðlista eftir aðgerðum til þess að fjarlægja ský af augasteini. Um eins og hálfs árs bið er eftir aðgerðum sem borgaðar eru af Sjúkratryggingum en vilji fólk borga sjálft fyrir aðgerðina þá er aðeins nokkurra vikna bið. Aðgerðin kostar á bilinu 175 þúsund til 400 þúsund borgi fólk sjálft fyrir hana á einkastofu og fer verðið þá eftir því hvort gerð er aðgerð á öðru auganu eða báðum. „Það er nokkuð algengt að fólk ákveði að greiða fyrir aðgerðina sjálft. Þá er aðgerðin yfirleitt gerð innan nokkurra daga eða vikna,“ segir Óskar Jónsson augnlæknir hjá Sjónlagi. Aðgerðir sem kostaðar eru af Sjúkratryggingum Íslands til þess að fjarlægja ský af augasteini eru gerðar á augndeild Landspítalans og tveimur einkastofum. Á Landspítala eru gerðar eins margar aðgerðir og deildin ræður við að sögn Einars Stefánssonar, prófessors í augnlækningum og yfirlæknis augnlæknadeildar Landspítala. Þær hafa verið um 1.000 á ári en sú tala hefur farið lækkandi undanfarin ár að sögn Einars vegna þess að dregið hefur úr fjármagni til deildarinnar auk þess sem starfsfólki hefur fækkað. Til þess að mæta þessu hafa tvær einkastofur einnig gert þessar aðgerðir en viss kvóti er á aðgerðunum sem stofunum er skylt að skipta niður jafnt yfir árið. Töluvert meiri þörf er á aðgerðum en kvótinn gerir ráð fyrir og því býðst sjúklingum einnig að borga sjálfum fyrir aðgerðir. Hvor einkastofan um sig fær kvóta upp á 400 aðgerðir á ári.Einar Stefánsson„Það er þó ekki þannig að þú komist fram fyrir á biðlistanum heldur fara þeir sem sjálfir borga út af biðlistanum og komast þannig að fyrr,“ segir Eiríkur Þorgeirsson, augnlæknir hjá Lasersjón. „Það er mikil þörf á þessum aðgerðum og biðtíminn er orðinn eitt og hálft ár. Það sem er kannski verst við þessa löngu bið er að oft kemur í ljós þegar að aðgerðinni kemur að það er eitthvað allt annað að sem hefði átt að grípa inn í fyrr. Fólk veit að það er með ský á auga og þess vegna eðlilegt að sjón versni út af því. Þeir Óskar og Eiríkur eru sammála um að það sé miður að Sjúkratryggingar stækki ekki kvótann fyrir þessar aðgerðir þar sem þetta séu þær augnaðgerðir sem bæti hvað mest lífsgæði eldra fólks, sem er í meirihluta þeirra sem fara í aðgerðirnar. Einar Stefánsson, prófessor í augnlækningum og yfirlæknir augnlæknadeildar Landspítala, tekur undir það. „Það er stórkostlega meingölluð niðurstaða í okkar ríkisrekstri að við skulum neita þessu gamla fólki um þessi ódýru lífsgæði eins og við sóum fé í annað sem er minna brýnt,“ segir Einar. „Þessar aðgerðir bæta sennilega lífsgæði fólks einna mest af öllum aðgerðum. Þetta eru einna árangursríkustu aðgerðirnar hvað varðar lengd þeirra, kostnað og svo ávinninginn af þeim,“ segir Óskar.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Sjá meira