Lífið

Magga Stína, Védís Hervör, Unnur Birna og Ragnheiður Gröndal á Kaffi Sólon

Marín Manda skrifar
Védís Hervör
Védís Hervör Myndir/ Úr einkasafni
„Við höfum allar starfað saman eitthvað í tónlistinni og ákváðum svo að halda markað því við höfum verið að taka til í skápunum og fataskápunum,“ segir Margrét Kristín Sigurðardóttir tónlistarkona sem að stendur að markaði ásamt Ragnheiði Gröndal, Unni Birnu Björnsdóttur og Védísi Hervör.

Markaðurinn fer fram í dag á efri hæð Kaffi Sólon, Bankastræti 7a frá klukkan 16-21. „Í boði verður allskonar glingur, föt, hlutir og tónlistin okkar.  Elsti kjóllinn sem er til sölu er til dæmis frá árinu 1930 en ég fékk hann í antik búðinni Ritual í New York. Við hvetjum alla til að kíkja við hjá ykkur í dag eða kvöld,“ segir Magga Stína eins og hún er oftast kölluð.

Ragnheiður Gröndal
Unnur Birna Björnsdóttir
Magga Stína.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.