Lífið

Átti rúmlega 30 milljónir bandaríkjadali þegar hann lést

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Tónlistarmaðurinn Lou Reed átti rúmlega 30 milljónir bandaríkjadala, tæpa 3,4 milljarða króna, þegar hann lést úr lungnasjúkdómi í október í fyrra.

Robert Gotterer, sem var umboðsmaður tónlistarmannsins, sem sá um dánarbúið segir að eignir Reeds hafi nummið rúmlega 20 milljón bandarríkjadala. Í þessa upphæð vantar líftryggingu og lífeyri sem tónlistarmaðurinn átti. Samkvæmt erfðaskrá Reeds fær eiginkona hans til margra ára, Laurie Anderson, um fimmtán milljónir bandaríkjadala úr dánarbúinu og systir hans, Margaret Reed Weiner, fimm milljónir.

Þar að auki tók Reed það fram í erfðaskránni að 500.000 dalir færu til systur hans svo hún gæti hugsað um aldraða móður þeirra.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.