Eyþór öflugur á motocrossmóti á Akureyri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júní 2014 21:00 Myndir/motosport.is Eyþór Reynisson vann tvo flokka á Íslandsmeistaramótinu í motocrossi sem fór fram á aksturssvæði KKA á Akureyri um helgina. Eyþór Reynisson vann báða karlaflokkana, MX2 og MX Open, en Aníta Hauksdóttir vann kvennaflokkinn. Elmar Darri Vilhelmsson vann yngsta flokkinn og Hlynur Örn Hrafnkelsson vann nokkuð öruggan sigur í flokki 14 til 18 ára. Hér fyrir neðan má sjá texta um keppnina sem og nokkra myndir frá keppninni á Akureyri.Myndir/motosport.isKvennaflokkur: Aníta Hauksdóttir stóð uppi sem sigurvegari dagsins í kvennaflokki eftir jafnan og góðan akstur. Hennar helsti keppinautur, Brynja Hlíf Hjaltadóttir, gerði afdrífarík mistök í fyrra moto-inu og datt í þrígang sem gerðu út um allar vonir hennar um að endurtaka leikinn frá síðustu keppni. Fyrir vikið varð Brynja að sætta sig við þriðja sætið en Gyða Dögg Heiðarsdóttir varð önnur á eftir Anítu. Aníta Hauksdóttir leiðir stigakeppni ökumanna eftir helgina og er með 4 stiga forskot á Brynju Hlíf Hjaltadóttir en hér fyrir neðan má sjá stigatöflu ökumanna í kvennaflokknum.Myndir/motosport.isFlokkur 10 til 14 ára: Elmar Darri Vilhelmsson vann eftir mikla baráttu við Víðir Tristan Víðisson. Víðir Tristan varð fyrir því óhappi að hjólið hans bilaði í fyrra moto-inu í hita leiksins og fékk hann því engin stig út úr því sem setti hann niður í níunda sæti eftir daginn. Í seinna moto-inu varð þetta nánast endurtekning fyrir utan að hjólið hans Víðis Tristans hélst í lagi. Andri Snær Baldursson naut góðs af vélarbilun Víðis og varð annar eftir daginn og Axel Orri Arnarsson varð þriðji. Elmar Darri leiðir stigakeppni ökumanna með 24 stiga forskot á næsta mann sem er Axel Orri Arnarsson.Myndir/motosport.isFlokkur 14 til 18 ára: Hlynur Örn Hrafnkelsson vann nokkuð örugglega eftir jafnan og góðan akstur. Hlynur Örn náði fljótlega forystu sem hann lét aldrei af hendi og var í raun aldrei ógnað að ráði. Á meðan var mikil barátta um annað til þriðja sætið og áttust þeir við Óliver Örn Sverrisson og Oddur Jarl Haraldsson. Óliver Örn Sverrisson hafði betur í baráttunni um annað sætið við Odd. Óliver Örn Sverrisson leiðir stigakeppni ökumanna til Íslandsmeistara og er hann með 18 stiga forskot á næsta keppinaut sem er Oddur Jarl Haraldsson.Myndir/motosport.isMX2 flokkur: Eyþór Reynisson sigraði með nokkrum yfirburðum og í raun ógnaði engin ökumaður honum í þessum flokki. Eyþór er í algjörum sérflokki hvað þennan flokk varðar og fátt sem bendir til þess að nokkur ökumaður geti ógnað honum í sumar. Guðbjartur Magnússon varð í öðru sæti eftir daginn og heimamaðurinn Einar Sigurðsson varð þriðji eftir góðan akstur. Það þarf vart að taka það fram að Eyþór Reynisson leiðir stigakeppni ökumanna með fullu húsi stiga en Guðbjartur Magnússon er næstur, tólf stigum á eftir Eyþóri.MX Open flokkur: Eyþór Reynisson sigraði einnig í MX Open en hann mátti hafa meira fyrir þessu í þessum flokki en í MX2 og var gaman að fylgjast með honum þræða í gegnum ökumenn á leið sinni til sigurs. En MX2 og MX Open er keyrðir saman og eru þeir sem eru skráðir í MX2 (sem er miðaður við hámarks vélarstærð 250cc) sjálfkrafa þátttakendur í MX Open. Sölvi Borgar Sveinsson varð annar eftir daginn og var að keyra feyki vel, sérstaklega í síðari moto-inu þar sem hann leiddi fyrstu fjóra hringina en gaf eftir gagnvart Eyþóri sem var í algjörum sér flokki. Aron Ómarsson varð þriðji eftir daginn en þessi fyrrverandi Íslandsmeistari í MX Open sem hefur nýhafið keppni aftur þarf að vinna í úthaldinu hjá sér til að eiga við Eyþór og Sölva. Hefur hraðann en springur á úthaldinu þegar á líður. Eyþór Reynisson leiðir stigakeppni ökumanna til Íslandsmeistara og er hann með 16 stiga forskort á Sölva Borgar Sveinsson sem er í öðru sæti.Myndir/motosport.isMyndir/motosport.isMyndir/motosport.isMyndir/motosport.is Íþróttir Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Sjá meira
Eyþór Reynisson vann tvo flokka á Íslandsmeistaramótinu í motocrossi sem fór fram á aksturssvæði KKA á Akureyri um helgina. Eyþór Reynisson vann báða karlaflokkana, MX2 og MX Open, en Aníta Hauksdóttir vann kvennaflokkinn. Elmar Darri Vilhelmsson vann yngsta flokkinn og Hlynur Örn Hrafnkelsson vann nokkuð öruggan sigur í flokki 14 til 18 ára. Hér fyrir neðan má sjá texta um keppnina sem og nokkra myndir frá keppninni á Akureyri.Myndir/motosport.isKvennaflokkur: Aníta Hauksdóttir stóð uppi sem sigurvegari dagsins í kvennaflokki eftir jafnan og góðan akstur. Hennar helsti keppinautur, Brynja Hlíf Hjaltadóttir, gerði afdrífarík mistök í fyrra moto-inu og datt í þrígang sem gerðu út um allar vonir hennar um að endurtaka leikinn frá síðustu keppni. Fyrir vikið varð Brynja að sætta sig við þriðja sætið en Gyða Dögg Heiðarsdóttir varð önnur á eftir Anítu. Aníta Hauksdóttir leiðir stigakeppni ökumanna eftir helgina og er með 4 stiga forskot á Brynju Hlíf Hjaltadóttir en hér fyrir neðan má sjá stigatöflu ökumanna í kvennaflokknum.Myndir/motosport.isFlokkur 10 til 14 ára: Elmar Darri Vilhelmsson vann eftir mikla baráttu við Víðir Tristan Víðisson. Víðir Tristan varð fyrir því óhappi að hjólið hans bilaði í fyrra moto-inu í hita leiksins og fékk hann því engin stig út úr því sem setti hann niður í níunda sæti eftir daginn. Í seinna moto-inu varð þetta nánast endurtekning fyrir utan að hjólið hans Víðis Tristans hélst í lagi. Andri Snær Baldursson naut góðs af vélarbilun Víðis og varð annar eftir daginn og Axel Orri Arnarsson varð þriðji. Elmar Darri leiðir stigakeppni ökumanna með 24 stiga forskot á næsta mann sem er Axel Orri Arnarsson.Myndir/motosport.isFlokkur 14 til 18 ára: Hlynur Örn Hrafnkelsson vann nokkuð örugglega eftir jafnan og góðan akstur. Hlynur Örn náði fljótlega forystu sem hann lét aldrei af hendi og var í raun aldrei ógnað að ráði. Á meðan var mikil barátta um annað til þriðja sætið og áttust þeir við Óliver Örn Sverrisson og Oddur Jarl Haraldsson. Óliver Örn Sverrisson hafði betur í baráttunni um annað sætið við Odd. Óliver Örn Sverrisson leiðir stigakeppni ökumanna til Íslandsmeistara og er hann með 18 stiga forskot á næsta keppinaut sem er Oddur Jarl Haraldsson.Myndir/motosport.isMX2 flokkur: Eyþór Reynisson sigraði með nokkrum yfirburðum og í raun ógnaði engin ökumaður honum í þessum flokki. Eyþór er í algjörum sérflokki hvað þennan flokk varðar og fátt sem bendir til þess að nokkur ökumaður geti ógnað honum í sumar. Guðbjartur Magnússon varð í öðru sæti eftir daginn og heimamaðurinn Einar Sigurðsson varð þriðji eftir góðan akstur. Það þarf vart að taka það fram að Eyþór Reynisson leiðir stigakeppni ökumanna með fullu húsi stiga en Guðbjartur Magnússon er næstur, tólf stigum á eftir Eyþóri.MX Open flokkur: Eyþór Reynisson sigraði einnig í MX Open en hann mátti hafa meira fyrir þessu í þessum flokki en í MX2 og var gaman að fylgjast með honum þræða í gegnum ökumenn á leið sinni til sigurs. En MX2 og MX Open er keyrðir saman og eru þeir sem eru skráðir í MX2 (sem er miðaður við hámarks vélarstærð 250cc) sjálfkrafa þátttakendur í MX Open. Sölvi Borgar Sveinsson varð annar eftir daginn og var að keyra feyki vel, sérstaklega í síðari moto-inu þar sem hann leiddi fyrstu fjóra hringina en gaf eftir gagnvart Eyþóri sem var í algjörum sér flokki. Aron Ómarsson varð þriðji eftir daginn en þessi fyrrverandi Íslandsmeistari í MX Open sem hefur nýhafið keppni aftur þarf að vinna í úthaldinu hjá sér til að eiga við Eyþór og Sölva. Hefur hraðann en springur á úthaldinu þegar á líður. Eyþór Reynisson leiðir stigakeppni ökumanna til Íslandsmeistara og er hann með 16 stiga forskort á Sölva Borgar Sveinsson sem er í öðru sæti.Myndir/motosport.isMyndir/motosport.isMyndir/motosport.isMyndir/motosport.is
Íþróttir Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti