Byrlað ólyfjan í miðbæ Reykjavíkur: „Ég var gjörsamlega lömuð“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. september 2014 20:24 Sigrúnu Lilju Guðjónsdóttur er margt til lista lagt, en hún rak verslunina Gyðja Collection og var í hópi frumkvöðla sem skrifuðu bókina The next big thing. Vísir/Stefán Litlu munaði að illa færi þegar Sigrúnu Lilju Guðjónsdóttur, hönnuði og rithöfundi, og þremur vinkonum hennar var byrlað ólyfjan í miðbæ Reykjavíkur síðastliðinn föstudag. Sigrún segist vel kunna sér hóf þegar kemur að áfengisdrykkju, og áttaði hún sig því fljótt á að ekki væri allt með felldu þegar henni á einum tímapunkti fór að líða undarlega. „Ég var með samstarfskonu minni og ég get þakkað guði fyrir að ekki fór verr því við erum tildurlega nýbúnar að kynnast og hún hefði auðveldlega getað afskrifað mig sem dauðadrukkna. En hún sá mig hinsvegar í góðu lagi þar sem ég dansaði við hana og hló og skemmti mér, svo allt í einu þá lamaðist ég og datt niður þar sem ég lág á grúfu á dansgólfinu. Hún hélt fyrst að ég hefði meitt mig en sá svo þegar hún lyfti höfðinu mínu að ég var gjörsamlega lömuð, froðufellandi, sá ekki né gat talað,“skrifar Sigrún Lilja á Facebook síðu sína.„Aldrei séð mig í ástandi í líkingu við þetta“ Samstarfskona Sigrúnar og eiginmaður hennar báru hana út af staðnum og komu henni til síns heima. „Maðurinn minn var vakinn og fékk hann taugaáfall þegar hann sá mig því hann hefur þekkt mig í 15 ár og aldrei séð mig í ástandi í líkingu við þetta.“ Sigrún átti erfitt með andardrátt og kastaði stöðugt upp og var því tekin ákvörðun um að hringja á sjúkrabíl. „Sjúkraflutningar mennirnir tóku hjartarit til að kanna hjartsláttinn þar sem mikil hætta getur verið á að hann hægist svo mikið og að andardráttur verði svo erfiður að manneskjan sem er byrlað svona mikið hreinlega hætti að anda. Eftir að hafa mónitorað mig í dágóðan tíma og borið mig inní rúm, fylgst með blóðþrýsting, öndun og sjón fékk maðurinn minn það hlutverk að vaka yfir mér.“Vonar að maðurinn lesi þetta Sigrún vandar ódæðismanninum ekki kveðjurnar og vill með pistli sínum verða öðrum víti til varnaðar. „Mig langar að biðja þig að leita þér hjálpar og fá aðstoð. Þrátt fyrir að þú sért andlega veikur og eigir slæma reynslu að baki þá gefur það þér engan rétt á að þú gangir um með þessu hætti, beitir slíku ofbeldi og eyðileggir líka líf annarra sem eru í sakleysi sínu að lyfta sér upp um helgi í góðra vina hópi eftir strembna vinnuviku.“ Færslu Sigrúnar má sjá í heild sinni hér að neðan. Innlegg frá Sigrún Lilja Guðjónsdóttir. Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Sjá meira
Litlu munaði að illa færi þegar Sigrúnu Lilju Guðjónsdóttur, hönnuði og rithöfundi, og þremur vinkonum hennar var byrlað ólyfjan í miðbæ Reykjavíkur síðastliðinn föstudag. Sigrún segist vel kunna sér hóf þegar kemur að áfengisdrykkju, og áttaði hún sig því fljótt á að ekki væri allt með felldu þegar henni á einum tímapunkti fór að líða undarlega. „Ég var með samstarfskonu minni og ég get þakkað guði fyrir að ekki fór verr því við erum tildurlega nýbúnar að kynnast og hún hefði auðveldlega getað afskrifað mig sem dauðadrukkna. En hún sá mig hinsvegar í góðu lagi þar sem ég dansaði við hana og hló og skemmti mér, svo allt í einu þá lamaðist ég og datt niður þar sem ég lág á grúfu á dansgólfinu. Hún hélt fyrst að ég hefði meitt mig en sá svo þegar hún lyfti höfðinu mínu að ég var gjörsamlega lömuð, froðufellandi, sá ekki né gat talað,“skrifar Sigrún Lilja á Facebook síðu sína.„Aldrei séð mig í ástandi í líkingu við þetta“ Samstarfskona Sigrúnar og eiginmaður hennar báru hana út af staðnum og komu henni til síns heima. „Maðurinn minn var vakinn og fékk hann taugaáfall þegar hann sá mig því hann hefur þekkt mig í 15 ár og aldrei séð mig í ástandi í líkingu við þetta.“ Sigrún átti erfitt með andardrátt og kastaði stöðugt upp og var því tekin ákvörðun um að hringja á sjúkrabíl. „Sjúkraflutningar mennirnir tóku hjartarit til að kanna hjartsláttinn þar sem mikil hætta getur verið á að hann hægist svo mikið og að andardráttur verði svo erfiður að manneskjan sem er byrlað svona mikið hreinlega hætti að anda. Eftir að hafa mónitorað mig í dágóðan tíma og borið mig inní rúm, fylgst með blóðþrýsting, öndun og sjón fékk maðurinn minn það hlutverk að vaka yfir mér.“Vonar að maðurinn lesi þetta Sigrún vandar ódæðismanninum ekki kveðjurnar og vill með pistli sínum verða öðrum víti til varnaðar. „Mig langar að biðja þig að leita þér hjálpar og fá aðstoð. Þrátt fyrir að þú sért andlega veikur og eigir slæma reynslu að baki þá gefur það þér engan rétt á að þú gangir um með þessu hætti, beitir slíku ofbeldi og eyðileggir líka líf annarra sem eru í sakleysi sínu að lyfta sér upp um helgi í góðra vina hópi eftir strembna vinnuviku.“ Færslu Sigrúnar má sjá í heild sinni hér að neðan. Innlegg frá Sigrún Lilja Guðjónsdóttir.
Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Sjá meira