"Þetta er bara partur af því að vera veik - að vera með krabbamein" Ellý Ármanns skrifar 8. september 2014 18:37 Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 37 ára, bloggar um bárattu sína við krabbamein á vefnum Innihald.is. Elísabet sem er í miðri lyfjameðferð er staðráðin í að sigra veikindin og klára þetta erfiða verkefni.Hér má lesa hluta af hugleiðingu Elísabetar birt með hennar leyfi:Nú er ég á þeim stað í lyfjameðferðinni að ég fæ að vita hvort hún sé yfir höfuð að virka. Þegar ég fékk að vita að í byrjun september færi ég í myndatökur og heilskanna til að rannsaka líkamann og þau mein sem nú þegar hafa fundist, fannst mér óralangt þangað til. En núna er komið að þessu. Á föstudaginn fór ég í tölvusneiðmyndatöku frá hálsi og niður að nára. Sem sagt, allt kviðarholið myndað og öll líffærin í kring. Í morgun fór ég svo í segulómun á móðuræxlinu. Þetta er bara partur af því að vera veik, að vera með krabbamein. Ég geri mér grein fyrir því að ég mun fara í svona myndatökur í tugi skipta í viðbót á næstu mánuðum og árum. Fyrst til þess að fylgjast með krabbameininu sem ég ætla að sigrast á og svo í framhaldi af því regluleg leit að nýjum meinvörpum. En mikið er þetta erfitt, óþægilegt að finna fyrir efasemdinni og þeim vanmætti sem ég bý yfir. Ég get ekkert gert annað en vonað. En ég geri mér grein fyrir því að meðferðin hefur ekki gengið eins vel og lagt var upp með í upphafi. Ef allt gengur að óskum þá átti ég að ná að hreinsa lungun á þessum tíma. Staðreyndin er bara því miður sú að ég er enn að hósta upp töluvert magni af blóði. Það segir mér, þó svo að ég viti lítið um læknavísindi, en að minnsta kosti eru meinvörpin þarna enn þar sem það er að koma blóð frá þeim. Þá er ekkert annað en að hugsa og vona og biðja þess heitast að meinin hafi minnkað. Ég er alla vega að hósta minna þó svo að það komi blóð í hvert sinn. Móðuræxlið í lærinu hefur heldur ekki náð að minnka, eiginlega þvert á móti. Mér finnst það vera meira út þanið og er farin að finna fyrir verkjum aftur. Áður en ég hóf meðferð var ég mjög verkjuð, satt best að segja mjög kvalin. Sama tíma og ég fékk fyrsta lyfjaskammtinn var einnig bætt töluvert við af verkjalyfjum. Þetta saman eða annað hvort hafði þau áhrif að ég fann nánast ekkert fyrir í lærinu fyrst um sinn, ég var því vongóð og bjartsýn. Núna er staðan sú að æxlið er útþanið og ég finn meira fyrir því. Þetta getur verið bæði gott og slæmt.Lesa pistilinn í heild sinni hér. Mest lesið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Lífið Fárveik í París Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira
Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 37 ára, bloggar um bárattu sína við krabbamein á vefnum Innihald.is. Elísabet sem er í miðri lyfjameðferð er staðráðin í að sigra veikindin og klára þetta erfiða verkefni.Hér má lesa hluta af hugleiðingu Elísabetar birt með hennar leyfi:Nú er ég á þeim stað í lyfjameðferðinni að ég fæ að vita hvort hún sé yfir höfuð að virka. Þegar ég fékk að vita að í byrjun september færi ég í myndatökur og heilskanna til að rannsaka líkamann og þau mein sem nú þegar hafa fundist, fannst mér óralangt þangað til. En núna er komið að þessu. Á föstudaginn fór ég í tölvusneiðmyndatöku frá hálsi og niður að nára. Sem sagt, allt kviðarholið myndað og öll líffærin í kring. Í morgun fór ég svo í segulómun á móðuræxlinu. Þetta er bara partur af því að vera veik, að vera með krabbamein. Ég geri mér grein fyrir því að ég mun fara í svona myndatökur í tugi skipta í viðbót á næstu mánuðum og árum. Fyrst til þess að fylgjast með krabbameininu sem ég ætla að sigrast á og svo í framhaldi af því regluleg leit að nýjum meinvörpum. En mikið er þetta erfitt, óþægilegt að finna fyrir efasemdinni og þeim vanmætti sem ég bý yfir. Ég get ekkert gert annað en vonað. En ég geri mér grein fyrir því að meðferðin hefur ekki gengið eins vel og lagt var upp með í upphafi. Ef allt gengur að óskum þá átti ég að ná að hreinsa lungun á þessum tíma. Staðreyndin er bara því miður sú að ég er enn að hósta upp töluvert magni af blóði. Það segir mér, þó svo að ég viti lítið um læknavísindi, en að minnsta kosti eru meinvörpin þarna enn þar sem það er að koma blóð frá þeim. Þá er ekkert annað en að hugsa og vona og biðja þess heitast að meinin hafi minnkað. Ég er alla vega að hósta minna þó svo að það komi blóð í hvert sinn. Móðuræxlið í lærinu hefur heldur ekki náð að minnka, eiginlega þvert á móti. Mér finnst það vera meira út þanið og er farin að finna fyrir verkjum aftur. Áður en ég hóf meðferð var ég mjög verkjuð, satt best að segja mjög kvalin. Sama tíma og ég fékk fyrsta lyfjaskammtinn var einnig bætt töluvert við af verkjalyfjum. Þetta saman eða annað hvort hafði þau áhrif að ég fann nánast ekkert fyrir í lærinu fyrst um sinn, ég var því vongóð og bjartsýn. Núna er staðan sú að æxlið er útþanið og ég finn meira fyrir því. Þetta getur verið bæði gott og slæmt.Lesa pistilinn í heild sinni hér.
Mest lesið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Lífið Fárveik í París Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira