Lífið

Stuttmyndin Holding Hands for 74 years vinnur áhorfendaverðlaun

Marín Manda skrifar
Lúðvík og Arnbjörg ástfangin í 74 ár.
Lúðvík og Arnbjörg ástfangin í 74 ár.
Stutta heimildamyndin Holding Hands for 74 years í leikstjórn Sigríðar Þóru Ásgeirsdóttur vann áhorfendaverðlaunin á Reykjavík Shorts&Docs Festival sem veitt voru í Bíó Paradís í gærkvöldi. Áhorfendaverðlaunin voru í boði Tónastöðvarinnar.

Holding Hands for 74 Years er ástarsaga sem að hefst árið 1939 í Reykjavík. Hún fjallar um Lúðvík og Arnbjörgu og hvernig æskuást þeirra þroskaðist og dafnaði í 74 ár.

Það er einstakt að eiga sama lífsförunaut svo lengi og fáir fá að verða þeirrar gæfu og ástar aðnjótandi.

Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir leikstjóri Holding Hands for 74 years.


Stuttmyndin Sker eftir Eyþór Jóvinsson varð í 2. sæti í áhorfendakosningunni og stuttmyndin Leitin af Livingstone eftir Veru Sölvadóttur varð í 3. sæti.  

Tólfta hátíð Reykjavík Shorts&Docs Festival þótti heppnast vel en opnunarmynd hátíðarinnar, 20.000 Days on Earth eftir  tónlistarmanninn Nick Cave, fékk afbragðsdóma áhorfenda og bíógagnrýnenda í Harmageddon og Morgunblaðinu.

Myndin verður tekin til sýninga í Bíó Paradís seinna á árinu svo að aðdáendur Nick Cave þurfa ekki að örvænta ef þeir misstu af sýningu myndarinnar á hátíðinni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.