Innlent

Ásakanir á hendur Hagstofu Íslands dregnar til baka

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/óskar/stefán
Norski vefmiðillinn Kystmagasinet.no hefur dregið til baka ásakanir um að Hagstofa Íslands hagræddi tölfræði varðandi útflutning á makríl.

Starfsmenn Hagstofu Íslands höfðu samband við ritstjórn vefmiðilsins og bentu þeim á að hægt væri að sækja þær upplýsingar sem talið var að færu leynt. Það taki sinn tíma að vinna og birta upplýsingar en allar verði þær aðgengilegar með tímanum og að allt það sem haldið var fram að farið væri leynt með yrði aðgengilegt.

Blaðamaður vefmiðilsins biður Hagstofu Íslands afsökunar á ásökununum, hann hafi ekki aflað sér nægilegra upplýsinga við vinnslu fréttarinnar og að hann hafi ekki haft raunverulega ástæðu til að fullyrða að gögnum væri hagrætt.

Þá segir hann jákvætt að hægt sé að nálgast þessar upplýsingar þegar mikill áhugi sé á þróun alþjóðlega markaðarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×