Innlent

Mega færa jökulós um þrjá kílómetra

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Frá því myndin var tekin 2004 hefur ós Lagarfljóts og Jöklu færst hratt í átt að Fögruhlíðará næst okkur á myndinni.
Frá því myndin var tekin 2004 hefur ós Lagarfljóts og Jöklu færst hratt í átt að Fögruhlíðará næst okkur á myndinni. Fréttablaðið/GVA
Landsvirkjun ætlar nú í janúar og febrúar að færa ós Lagarfljóts um þrjá kílómetra til suðurs og til þess horfs sem hann var jafnan áður.

Frá því Kárahnúkavirkjunar var tekin í gagnið hefur sameiginlegur ós Lagarfljóts og Jökulsár á Dal fær sig sífellt norðar í Héraðsflóa og er nú talin ógna bæði fiskgengd í Fögruhlíðará og gróðri.

„Gert er ráð fyrir að grafa um 200 metra langan og 10 metra breiðan skurð í gegnum fjörukambinn. Botn skurðarins nær um 1 metra niður fyrir meðalsjávarhæð. Gert er ráð fyrir að árvatnið grafi síðan nýja ósinn út samhliða því að brimið loki núverandi ósi,“ segir Landsvirkjun.

Fyrir jól veitti Orkustofnun leyfi til framkvæmdanna og í kjölfarið kynnti Skipulagsstofnun þá niðurstöðu að þær skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Þá liggur fyrir leyfi Fiskistofu. Bæjarráð Fljótsalshéraðs hvetur til að ósinn verði færður áður en vatnsrennsli eykst í Jöklu og Lagarfljóti vegna vorleysinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×