Tímaflakk á Alþingi Eva Bjarnadóttir skrifar 15. janúar 2014 10:00 Alþingi. fréttablaðið/gva Reglulega koma fram hugmyndir á Alþingi um að breyta tímareikningi á Íslandi, en ekki eru allir sammála um hvort flýta eigi klukkunni eða seinka henni.Vilhjálmur Egilsson, rektor á Bifröst og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði í þrígang fram frumvarp til laga á Alþingi um breytingu á tímareikningi, sem gerði ráð fyrir að flýta klukkunni yfir sumartímann til samræmis við reglur um sumartíma í Evrópu. Vilhjálmur segist enn bera þetta mál fyrir brjósti þrátt fyrir að fjórtán ár séu liðin síðan hann lagði frumvarp sitt síðast fram. Hann hefur bent á fjölmarga kosti þess að flýta klukkunni, meðal annars áhrifin á útiveru landans eftir að vinnudegi lýkur. „Birtan nýtist betur á kvöldin fram á haust, sem gagnast vel golfurum og öðrum sem vilja vera úti við,“ segir hann. Vilhjálmur hefur jafnframt bent á að ef klukkunni yrði flýtt yrði samskiptatími við Evrópu sá sami allt árið og ekki þyrfti að breyta flugáætlunum á sumrin. Þá segir í frumvarpi Vilhjálms frá árinu 2000 að ef klukkunni yrði flýtt geti „skapast sérstök sumarstemning eins og gerist í nágrannalöndum í Evrópu“.Þingflokkur Bjartrar framtíðar lagði á síðasta ári til að klukkunni verði seinkað um eina klukkustund allt árið, sem þýðir að Íslendingar myndu vakna klukkutíma seinna á daginn heldur en þeir gera núna. Þeirri tillögu til stuðnings er vísað til rannsókna sem leitt hafi í ljós að líkamsklukka fólks stilli sig eftir birtutíma. Þá hafi skammdegið slæm áhrif á árstíðabundið þunglyndi sem gjarnan komi fram á haustin og veturna. Breytt klukka myndi samkvæmt því bæta líðan, laga svefnvenjur og jafnvel spara útgjöld í heilbrigðiskerfinu vegna svefn- og þunglyndislyfja. Vilhjálmur er vitaskuld ekki sammála rökum Bjartrar framtíðar. „Þessar rannsóknir á þunglyndi sem vísað er til eru svo þröngar. Það mætti allt eins draga þá ályktun að fólk á Vesturlandi sé almennt þunglyndara heldur en fyrir austan,“ segir Vilhjálmur, sem sendi Alþingi umsögn um tillögu Bjartrar framtíðar þegar hún kom fram. „Í tillögunni hefur heldur ekki verið metið hvaða áhrif útivist og íþróttir hafa á heilsu fólks og hvað myndi tapast ef takmarka ætti birtutímann í eftirmiðdaginn,“ bendir hann á að lokum. Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Sjá meira
Reglulega koma fram hugmyndir á Alþingi um að breyta tímareikningi á Íslandi, en ekki eru allir sammála um hvort flýta eigi klukkunni eða seinka henni.Vilhjálmur Egilsson, rektor á Bifröst og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði í þrígang fram frumvarp til laga á Alþingi um breytingu á tímareikningi, sem gerði ráð fyrir að flýta klukkunni yfir sumartímann til samræmis við reglur um sumartíma í Evrópu. Vilhjálmur segist enn bera þetta mál fyrir brjósti þrátt fyrir að fjórtán ár séu liðin síðan hann lagði frumvarp sitt síðast fram. Hann hefur bent á fjölmarga kosti þess að flýta klukkunni, meðal annars áhrifin á útiveru landans eftir að vinnudegi lýkur. „Birtan nýtist betur á kvöldin fram á haust, sem gagnast vel golfurum og öðrum sem vilja vera úti við,“ segir hann. Vilhjálmur hefur jafnframt bent á að ef klukkunni yrði flýtt yrði samskiptatími við Evrópu sá sami allt árið og ekki þyrfti að breyta flugáætlunum á sumrin. Þá segir í frumvarpi Vilhjálms frá árinu 2000 að ef klukkunni yrði flýtt geti „skapast sérstök sumarstemning eins og gerist í nágrannalöndum í Evrópu“.Þingflokkur Bjartrar framtíðar lagði á síðasta ári til að klukkunni verði seinkað um eina klukkustund allt árið, sem þýðir að Íslendingar myndu vakna klukkutíma seinna á daginn heldur en þeir gera núna. Þeirri tillögu til stuðnings er vísað til rannsókna sem leitt hafi í ljós að líkamsklukka fólks stilli sig eftir birtutíma. Þá hafi skammdegið slæm áhrif á árstíðabundið þunglyndi sem gjarnan komi fram á haustin og veturna. Breytt klukka myndi samkvæmt því bæta líðan, laga svefnvenjur og jafnvel spara útgjöld í heilbrigðiskerfinu vegna svefn- og þunglyndislyfja. Vilhjálmur er vitaskuld ekki sammála rökum Bjartrar framtíðar. „Þessar rannsóknir á þunglyndi sem vísað er til eru svo þröngar. Það mætti allt eins draga þá ályktun að fólk á Vesturlandi sé almennt þunglyndara heldur en fyrir austan,“ segir Vilhjálmur, sem sendi Alþingi umsögn um tillögu Bjartrar framtíðar þegar hún kom fram. „Í tillögunni hefur heldur ekki verið metið hvaða áhrif útivist og íþróttir hafa á heilsu fólks og hvað myndi tapast ef takmarka ætti birtutímann í eftirmiðdaginn,“ bendir hann á að lokum.
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Sjá meira