Tímaflakk á Alþingi Eva Bjarnadóttir skrifar 15. janúar 2014 10:00 Alþingi. fréttablaðið/gva Reglulega koma fram hugmyndir á Alþingi um að breyta tímareikningi á Íslandi, en ekki eru allir sammála um hvort flýta eigi klukkunni eða seinka henni.Vilhjálmur Egilsson, rektor á Bifröst og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði í þrígang fram frumvarp til laga á Alþingi um breytingu á tímareikningi, sem gerði ráð fyrir að flýta klukkunni yfir sumartímann til samræmis við reglur um sumartíma í Evrópu. Vilhjálmur segist enn bera þetta mál fyrir brjósti þrátt fyrir að fjórtán ár séu liðin síðan hann lagði frumvarp sitt síðast fram. Hann hefur bent á fjölmarga kosti þess að flýta klukkunni, meðal annars áhrifin á útiveru landans eftir að vinnudegi lýkur. „Birtan nýtist betur á kvöldin fram á haust, sem gagnast vel golfurum og öðrum sem vilja vera úti við,“ segir hann. Vilhjálmur hefur jafnframt bent á að ef klukkunni yrði flýtt yrði samskiptatími við Evrópu sá sami allt árið og ekki þyrfti að breyta flugáætlunum á sumrin. Þá segir í frumvarpi Vilhjálms frá árinu 2000 að ef klukkunni yrði flýtt geti „skapast sérstök sumarstemning eins og gerist í nágrannalöndum í Evrópu“.Þingflokkur Bjartrar framtíðar lagði á síðasta ári til að klukkunni verði seinkað um eina klukkustund allt árið, sem þýðir að Íslendingar myndu vakna klukkutíma seinna á daginn heldur en þeir gera núna. Þeirri tillögu til stuðnings er vísað til rannsókna sem leitt hafi í ljós að líkamsklukka fólks stilli sig eftir birtutíma. Þá hafi skammdegið slæm áhrif á árstíðabundið þunglyndi sem gjarnan komi fram á haustin og veturna. Breytt klukka myndi samkvæmt því bæta líðan, laga svefnvenjur og jafnvel spara útgjöld í heilbrigðiskerfinu vegna svefn- og þunglyndislyfja. Vilhjálmur er vitaskuld ekki sammála rökum Bjartrar framtíðar. „Þessar rannsóknir á þunglyndi sem vísað er til eru svo þröngar. Það mætti allt eins draga þá ályktun að fólk á Vesturlandi sé almennt þunglyndara heldur en fyrir austan,“ segir Vilhjálmur, sem sendi Alþingi umsögn um tillögu Bjartrar framtíðar þegar hún kom fram. „Í tillögunni hefur heldur ekki verið metið hvaða áhrif útivist og íþróttir hafa á heilsu fólks og hvað myndi tapast ef takmarka ætti birtutímann í eftirmiðdaginn,“ bendir hann á að lokum. Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Sjá meira
Reglulega koma fram hugmyndir á Alþingi um að breyta tímareikningi á Íslandi, en ekki eru allir sammála um hvort flýta eigi klukkunni eða seinka henni.Vilhjálmur Egilsson, rektor á Bifröst og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði í þrígang fram frumvarp til laga á Alþingi um breytingu á tímareikningi, sem gerði ráð fyrir að flýta klukkunni yfir sumartímann til samræmis við reglur um sumartíma í Evrópu. Vilhjálmur segist enn bera þetta mál fyrir brjósti þrátt fyrir að fjórtán ár séu liðin síðan hann lagði frumvarp sitt síðast fram. Hann hefur bent á fjölmarga kosti þess að flýta klukkunni, meðal annars áhrifin á útiveru landans eftir að vinnudegi lýkur. „Birtan nýtist betur á kvöldin fram á haust, sem gagnast vel golfurum og öðrum sem vilja vera úti við,“ segir hann. Vilhjálmur hefur jafnframt bent á að ef klukkunni yrði flýtt yrði samskiptatími við Evrópu sá sami allt árið og ekki þyrfti að breyta flugáætlunum á sumrin. Þá segir í frumvarpi Vilhjálms frá árinu 2000 að ef klukkunni yrði flýtt geti „skapast sérstök sumarstemning eins og gerist í nágrannalöndum í Evrópu“.Þingflokkur Bjartrar framtíðar lagði á síðasta ári til að klukkunni verði seinkað um eina klukkustund allt árið, sem þýðir að Íslendingar myndu vakna klukkutíma seinna á daginn heldur en þeir gera núna. Þeirri tillögu til stuðnings er vísað til rannsókna sem leitt hafi í ljós að líkamsklukka fólks stilli sig eftir birtutíma. Þá hafi skammdegið slæm áhrif á árstíðabundið þunglyndi sem gjarnan komi fram á haustin og veturna. Breytt klukka myndi samkvæmt því bæta líðan, laga svefnvenjur og jafnvel spara útgjöld í heilbrigðiskerfinu vegna svefn- og þunglyndislyfja. Vilhjálmur er vitaskuld ekki sammála rökum Bjartrar framtíðar. „Þessar rannsóknir á þunglyndi sem vísað er til eru svo þröngar. Það mætti allt eins draga þá ályktun að fólk á Vesturlandi sé almennt þunglyndara heldur en fyrir austan,“ segir Vilhjálmur, sem sendi Alþingi umsögn um tillögu Bjartrar framtíðar þegar hún kom fram. „Í tillögunni hefur heldur ekki verið metið hvaða áhrif útivist og íþróttir hafa á heilsu fólks og hvað myndi tapast ef takmarka ætti birtutímann í eftirmiðdaginn,“ bendir hann á að lokum.
Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði