„Við biðjum fyrir innbrotsþjófunum“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 15. janúar 2014 14:30 „Ég vona að þeir komi hingað og biðjist afsökunar. Við myndum fyrirgefa þeim,“ segir Einar Friðjónsson. „Við erum búin að biðja fyrir mönnunum sem brutust hérna inn,“ segir Einar Friðjónsson, verslunarstjóri nytjamarkaðirns Hertex á Akureyri, sem er rekið af Hjálpræðishernum. Brotist var inn í markaðinn á sunnudag. Hann spyr sig hverjir hafi viljað brjótast þarna inn. „Ágóðinn af rekstrinum fer annars vegar til Hjálpræðishersins og hins vegar í velferðarsjóð, sem er úthlutað til fólks sem á lítið sem ekkert.“ Hann segir að ef þeir sem brutust inn hafi verið í neyð og vantað peninga hefðu þeir líklega getað fengið styrk úr velferðarsjóði og því innbrotið tilgangslaust. „Ég vona að þeir komi hingað og biðjist afsökunar. Við myndum fyrirgefa þeim. Þessi stofnun er ekki til þess að standa í illindum. Við erum að reyna að hjálpa,“ segir Einar og segist vonast til þess að þjófarnir finni kærleikann sem fólkið í Hertex hafi sent þeim í bænastundinni. Þjófarnir eyðilögðu búðarkassa sem Einar segist sjá mikið eftir. „Það var leiðinlegt að missa kassann, við munum sakna hans mikið. Við þurfum einhvernveginn að reyna að bæta það tjón. Þeir tæmdu líka veski sem var inni á minni skrifstofu. Ég hafði tekið fé til hliðar sem átti að renna til velferðarsjóðs.“ Einar segir þjófana í raun hafa stolið frá fólki sem er í neyð, því allur ágóði renni til þeirra sem minna mega sín. Hann segir þó gott fólk strax byrjað að reyna að hjálpa þeim hjá Hertex að bæta tjónið. „Til dæmis kom ungur maður hingað í gær og keypti bók sem kostaði bara hundrað krónur. Hann borgaði með þúsund króna seðli og gaf okkur afganginn. Mér fannst það mjög sniðug leið til að styrkja okkur,“ segir Einar. Hann segir aðkomuna hafa verið afar leiðinlega. „Ég kom sjálfur að þessu. Kassinn var þarna gjörónýtur á gólfinu. Þeir stálu engum vörum frá okkur. En þetta innbrot snertir mann bara. Tilfinningalega séð var þetta mjög leiðinlegt.“ Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Við erum búin að biðja fyrir mönnunum sem brutust hérna inn,“ segir Einar Friðjónsson, verslunarstjóri nytjamarkaðirns Hertex á Akureyri, sem er rekið af Hjálpræðishernum. Brotist var inn í markaðinn á sunnudag. Hann spyr sig hverjir hafi viljað brjótast þarna inn. „Ágóðinn af rekstrinum fer annars vegar til Hjálpræðishersins og hins vegar í velferðarsjóð, sem er úthlutað til fólks sem á lítið sem ekkert.“ Hann segir að ef þeir sem brutust inn hafi verið í neyð og vantað peninga hefðu þeir líklega getað fengið styrk úr velferðarsjóði og því innbrotið tilgangslaust. „Ég vona að þeir komi hingað og biðjist afsökunar. Við myndum fyrirgefa þeim. Þessi stofnun er ekki til þess að standa í illindum. Við erum að reyna að hjálpa,“ segir Einar og segist vonast til þess að þjófarnir finni kærleikann sem fólkið í Hertex hafi sent þeim í bænastundinni. Þjófarnir eyðilögðu búðarkassa sem Einar segist sjá mikið eftir. „Það var leiðinlegt að missa kassann, við munum sakna hans mikið. Við þurfum einhvernveginn að reyna að bæta það tjón. Þeir tæmdu líka veski sem var inni á minni skrifstofu. Ég hafði tekið fé til hliðar sem átti að renna til velferðarsjóðs.“ Einar segir þjófana í raun hafa stolið frá fólki sem er í neyð, því allur ágóði renni til þeirra sem minna mega sín. Hann segir þó gott fólk strax byrjað að reyna að hjálpa þeim hjá Hertex að bæta tjónið. „Til dæmis kom ungur maður hingað í gær og keypti bók sem kostaði bara hundrað krónur. Hann borgaði með þúsund króna seðli og gaf okkur afganginn. Mér fannst það mjög sniðug leið til að styrkja okkur,“ segir Einar. Hann segir aðkomuna hafa verið afar leiðinlega. „Ég kom sjálfur að þessu. Kassinn var þarna gjörónýtur á gólfinu. Þeir stálu engum vörum frá okkur. En þetta innbrot snertir mann bara. Tilfinningalega séð var þetta mjög leiðinlegt.“
Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði