Innlent

Íslendingar leita helst að heilsu og bensíni

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Á hverju ári eru framkvæmdar hátt í 100 milljónir flettinga á Já.is.
Á hverju ári eru framkvæmdar hátt í 100 milljónir flettinga á Já.is.
Domus Medica, N1 og Landspítalinn voru vinsælustu leitarorðin á vefsíðunni Já.is árið 2013. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Þar koma fram tíu vinsælustu leitarorð síðunnar á árinu:

1. Domus Medica

2. N1

3. Landspítalinn

4. Landsbankinn

5. 365

6. Vodafone

7. Icelandair

8. VÍS

9. Nova

10. Lyfja

Nýliðar á listanum eru 365, VÍS, Nova og Lyfja. Þau komast inn á kostnað Bauhaus, Arionbanka, Íslandsbanka og Orkuhússins, sem voru á listanum fyrir árið 2012. 

Domus Medica var þá í fjórða sæti og er því á uppleið á listanum. Landsspítalinn var þá í fyrsta sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×