Gjaldtaka við Geysi Birta Björnsdóttir skrifar 15. janúar 2014 20:00 Landeigendur á Geysissvæðinu hafa ákveðið að koma á gjaldtöku fyrir ferðamenn á svæðinu á næstunni. Garðar Eiríksson er talsmaður Landeigendafélagsins Geysis ehf, en hann segir gjaldtökuna nauðsynlega til að hægt sé að halda svæðinu í upprunalegu horfi. „Við þufum að grípa inní, ekki seinna en strax,“ segir Garðar. Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra nýsköpunar- og atvinnuvega, hefur lýst yfir vilja til hefja gjaldtöku á ferðamannastöðum með einhverjum hætti og þá helst fyrir næsta sumar. Garðar segir landeigendur ekki geta beðið eftir niðurstöðu í þessu máli þó þeir skoði vissulega aðkomu að því þegar þar að kemur. Garðar segir gjaldið ekki fara yfir þúsund krónur og vera það sama fyrir Íslendinga og ferðamenn. „Sporin eru jafnþung hvort sem um er að ræða Íslending eða Þjóðverja,“ segir Garðar Garðar segir landeigendur ekki hafa áhyggjur af færri heimsóknum á svæðið eftir að gjaldtakan verður að veruleika. Og aðspurður um hvort í gjaldtökunni felist ekki aukin ábyrgð á landeigendur um aðstöðu á staðnum segir Garðar það vissulega vera svo. Þeirra hugur standi til að gera svæðið að enn skemmtilegri upplifun fyrir gesti með aðstöðu sem allir geta verið stoltir af. Þó sitt sýnist hverjum um gjaldtöku við helstu ferðamannastaði hér á landi er þessi háttur hafður á við marga af þekktustu ferðamannastaði heim líkt og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. Þannig greiða ferðamenn tæpar 2000 krónur fyrir að skoða hringleikahúsið Colosseum í Róm, tæpar 900 krónur fyrir að ganga á Kínamúrinn og um 2.900 krónur fyrir að skoða Stonehenge í Englandi. Þá kostar um 1.100 krónur að heimsækja Yosemite þjóðgarðinn í Bandaríkjunum en enginn aðgangseyrir er að Niagra-fossunum. Þar kostar þó um 1000 krónur að leggja bíl. Við Victoriu-fossa í Afríku og Taj Mahal á Indlandi er ólík gjaldskrá fyrir ferðamenn og heimamenn. Það kostar um 1000 krónur að skoða fossana en 250 krónur fyrir heimamenn. Heimamenn greiða svo um 30 krónur fyrir að skoða Taj Mahal á meðan ferðamenn greiða um 1400 krónur. Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Landeigendur á Geysissvæðinu hafa ákveðið að koma á gjaldtöku fyrir ferðamenn á svæðinu á næstunni. Garðar Eiríksson er talsmaður Landeigendafélagsins Geysis ehf, en hann segir gjaldtökuna nauðsynlega til að hægt sé að halda svæðinu í upprunalegu horfi. „Við þufum að grípa inní, ekki seinna en strax,“ segir Garðar. Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra nýsköpunar- og atvinnuvega, hefur lýst yfir vilja til hefja gjaldtöku á ferðamannastöðum með einhverjum hætti og þá helst fyrir næsta sumar. Garðar segir landeigendur ekki geta beðið eftir niðurstöðu í þessu máli þó þeir skoði vissulega aðkomu að því þegar þar að kemur. Garðar segir gjaldið ekki fara yfir þúsund krónur og vera það sama fyrir Íslendinga og ferðamenn. „Sporin eru jafnþung hvort sem um er að ræða Íslending eða Þjóðverja,“ segir Garðar Garðar segir landeigendur ekki hafa áhyggjur af færri heimsóknum á svæðið eftir að gjaldtakan verður að veruleika. Og aðspurður um hvort í gjaldtökunni felist ekki aukin ábyrgð á landeigendur um aðstöðu á staðnum segir Garðar það vissulega vera svo. Þeirra hugur standi til að gera svæðið að enn skemmtilegri upplifun fyrir gesti með aðstöðu sem allir geta verið stoltir af. Þó sitt sýnist hverjum um gjaldtöku við helstu ferðamannastaði hér á landi er þessi háttur hafður á við marga af þekktustu ferðamannastaði heim líkt og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. Þannig greiða ferðamenn tæpar 2000 krónur fyrir að skoða hringleikahúsið Colosseum í Róm, tæpar 900 krónur fyrir að ganga á Kínamúrinn og um 2.900 krónur fyrir að skoða Stonehenge í Englandi. Þá kostar um 1.100 krónur að heimsækja Yosemite þjóðgarðinn í Bandaríkjunum en enginn aðgangseyrir er að Niagra-fossunum. Þar kostar þó um 1000 krónur að leggja bíl. Við Victoriu-fossa í Afríku og Taj Mahal á Indlandi er ólík gjaldskrá fyrir ferðamenn og heimamenn. Það kostar um 1000 krónur að skoða fossana en 250 krónur fyrir heimamenn. Heimamenn greiða svo um 30 krónur fyrir að skoða Taj Mahal á meðan ferðamenn greiða um 1400 krónur.
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira