Sleppa fram af sér beislinu í vernduðu umhverfi hópsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. maí 2013 09:06 Mynd/Vilhelm „Þetta hefur þekkst lengi og kallað ýmsum nöfnum svo sem múgsefjun eða hópþrýstingur,“ segir Einar Gylfi Jónsson sálfræðingur. Fjallað var um hegðun stuðningsmanna á íþróttaleikjum hér á landi á Vísi í gær. Einar Gylfi segir í viðtali við Reykjavík Síðdegis að fjöldi rannsókna sé til vitnis um að hægt sé að fá fólk til að gera alls konar hluti við aðstæður þar sem hópurinn leiðir einstaklinginn í ákveðna átt. „Ég stend mig til dæmis sjálfur að því þegar ég horfi á körfubolta að það eru nokkrir sem sitja fyrir aftan mig sem eru alltaf að skammast í dómaranum. Ef ég passa mig ekki er ég kominn með í þetta,“ segir Einar. Hann hafi ekkert við dómarann að athuga en það skipti ekki öllu máli. „Þegar maður mætir á íþróttaleiki sem áhorfandi getur maður leyft sér ýmsilegt í nafni þess að vera í fjöldanum. Eitthvað sem maður myndi aldrei gera einn síns liðs eða ef það væru bara örfáar hræður á pöllunum,“ segir Einar Gylfi.Stuðningsmenn Þróttar sem kalla sig Köttara eru þekktir fyrir að láta húmorinn og gleðina ráða för. Sungnir eru fyndnir söngvar sem eru oft í skrýtnari kantinum. Einar Gylfi segir um sama fyrirbæri að ræða. Menn taki þátt í nafni fjöldans. „Ef einn hefði staðið og sungið þeirra söngva hefði hann verið talinn skrýtinn,“ segir Einar Gylfi. Þar sem hópurinn taki þátt líði öllum vel. „Ein ástæðan fyir því að við mætum á völlinn er hve gaman er að vera í hóp og taka þátt í að búa til fagnaðaróp, æsa sig, segja misjafnt við dómara en svo eru þeir sem ganga lengra.“ Almar Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar, ræddi einnig við Reykjavík Síðdegis í gær. Silfurskeiðin, stuðningssveit Stjörnunnar, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hún baðst afsökunar á ummælum sínum í garð Bjarna Guðjónssonar, leikmanns KR á dögunum.Silfurskeiðin og Köttarar á vellinum síðasta sumar.Mynd/Daníel„Ég held að yfirlýsingin sé tiltölulega skýr. En af því við viljum vera rétttsýnir finnst mér mjög mikilvægt að það komi skýrt fram að stuðningsmenn Stjörnunnar hafa yfirleitt í gegnum tíðina verið sjálfum sér og félaginu til sóma með skemmtilegri og liflegri framkomu. Og jákvæðri,“ segir Almar. Hann staðfesti að hann hefði sjálfur rætt við Bjarna Guðjónsson og það hefðu forsvarsmenn Silfurskeiðarinnar einnig gert. „Þetta má ekki fara út í svona hluti. Það er engum til framdráttar og allra síst fyrir yngri iðkendum hjá okkar.Við viljum að þeir sjái fyrirmyndir á vellinum og ekki síst í stúkunni,“ sagði Almarr. Hægt er að hlusta á viðtalið við Einar Gylfa í spilaranum fyrir ofan. Viðtalið við Almar í heild sinni má nálgast hér.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Silfurskeiðin biður Bjarna afsökunar Almar Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna hegðunar stuðningsmanna félagsins, Silfurskeiðarinnar. 7. maí 2013 12:28 KSÍ mun skoða hegðun Silfurskeiðarinnar Stuðningsmannasveit Stjörnunnar, Silfurskeiðin, varð uppvís að afar vafasamri hegðun á KR-vellinum í gær á leik KR og Stjörnunnar í 1. umferð Pepsi-deildar karla. Sveitin söng þá ljótan níðsöng um Bjarna Guðjónsson, fyrirliða KR, og það sem meira er þá er þetta annað árið í röð sem sveitin gerir það. 7. maí 2013 10:23 Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
„Þetta hefur þekkst lengi og kallað ýmsum nöfnum svo sem múgsefjun eða hópþrýstingur,“ segir Einar Gylfi Jónsson sálfræðingur. Fjallað var um hegðun stuðningsmanna á íþróttaleikjum hér á landi á Vísi í gær. Einar Gylfi segir í viðtali við Reykjavík Síðdegis að fjöldi rannsókna sé til vitnis um að hægt sé að fá fólk til að gera alls konar hluti við aðstæður þar sem hópurinn leiðir einstaklinginn í ákveðna átt. „Ég stend mig til dæmis sjálfur að því þegar ég horfi á körfubolta að það eru nokkrir sem sitja fyrir aftan mig sem eru alltaf að skammast í dómaranum. Ef ég passa mig ekki er ég kominn með í þetta,“ segir Einar. Hann hafi ekkert við dómarann að athuga en það skipti ekki öllu máli. „Þegar maður mætir á íþróttaleiki sem áhorfandi getur maður leyft sér ýmsilegt í nafni þess að vera í fjöldanum. Eitthvað sem maður myndi aldrei gera einn síns liðs eða ef það væru bara örfáar hræður á pöllunum,“ segir Einar Gylfi.Stuðningsmenn Þróttar sem kalla sig Köttara eru þekktir fyrir að láta húmorinn og gleðina ráða för. Sungnir eru fyndnir söngvar sem eru oft í skrýtnari kantinum. Einar Gylfi segir um sama fyrirbæri að ræða. Menn taki þátt í nafni fjöldans. „Ef einn hefði staðið og sungið þeirra söngva hefði hann verið talinn skrýtinn,“ segir Einar Gylfi. Þar sem hópurinn taki þátt líði öllum vel. „Ein ástæðan fyir því að við mætum á völlinn er hve gaman er að vera í hóp og taka þátt í að búa til fagnaðaróp, æsa sig, segja misjafnt við dómara en svo eru þeir sem ganga lengra.“ Almar Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar, ræddi einnig við Reykjavík Síðdegis í gær. Silfurskeiðin, stuðningssveit Stjörnunnar, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hún baðst afsökunar á ummælum sínum í garð Bjarna Guðjónssonar, leikmanns KR á dögunum.Silfurskeiðin og Köttarar á vellinum síðasta sumar.Mynd/Daníel„Ég held að yfirlýsingin sé tiltölulega skýr. En af því við viljum vera rétttsýnir finnst mér mjög mikilvægt að það komi skýrt fram að stuðningsmenn Stjörnunnar hafa yfirleitt í gegnum tíðina verið sjálfum sér og félaginu til sóma með skemmtilegri og liflegri framkomu. Og jákvæðri,“ segir Almar. Hann staðfesti að hann hefði sjálfur rætt við Bjarna Guðjónsson og það hefðu forsvarsmenn Silfurskeiðarinnar einnig gert. „Þetta má ekki fara út í svona hluti. Það er engum til framdráttar og allra síst fyrir yngri iðkendum hjá okkar.Við viljum að þeir sjái fyrirmyndir á vellinum og ekki síst í stúkunni,“ sagði Almarr. Hægt er að hlusta á viðtalið við Einar Gylfa í spilaranum fyrir ofan. Viðtalið við Almar í heild sinni má nálgast hér.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Silfurskeiðin biður Bjarna afsökunar Almar Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna hegðunar stuðningsmanna félagsins, Silfurskeiðarinnar. 7. maí 2013 12:28 KSÍ mun skoða hegðun Silfurskeiðarinnar Stuðningsmannasveit Stjörnunnar, Silfurskeiðin, varð uppvís að afar vafasamri hegðun á KR-vellinum í gær á leik KR og Stjörnunnar í 1. umferð Pepsi-deildar karla. Sveitin söng þá ljótan níðsöng um Bjarna Guðjónsson, fyrirliða KR, og það sem meira er þá er þetta annað árið í röð sem sveitin gerir það. 7. maí 2013 10:23 Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Silfurskeiðin biður Bjarna afsökunar Almar Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna hegðunar stuðningsmanna félagsins, Silfurskeiðarinnar. 7. maí 2013 12:28
KSÍ mun skoða hegðun Silfurskeiðarinnar Stuðningsmannasveit Stjörnunnar, Silfurskeiðin, varð uppvís að afar vafasamri hegðun á KR-vellinum í gær á leik KR og Stjörnunnar í 1. umferð Pepsi-deildar karla. Sveitin söng þá ljótan níðsöng um Bjarna Guðjónsson, fyrirliða KR, og það sem meira er þá er þetta annað árið í röð sem sveitin gerir það. 7. maí 2013 10:23