Sleppa fram af sér beislinu í vernduðu umhverfi hópsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. maí 2013 09:06 Mynd/Vilhelm „Þetta hefur þekkst lengi og kallað ýmsum nöfnum svo sem múgsefjun eða hópþrýstingur,“ segir Einar Gylfi Jónsson sálfræðingur. Fjallað var um hegðun stuðningsmanna á íþróttaleikjum hér á landi á Vísi í gær. Einar Gylfi segir í viðtali við Reykjavík Síðdegis að fjöldi rannsókna sé til vitnis um að hægt sé að fá fólk til að gera alls konar hluti við aðstæður þar sem hópurinn leiðir einstaklinginn í ákveðna átt. „Ég stend mig til dæmis sjálfur að því þegar ég horfi á körfubolta að það eru nokkrir sem sitja fyrir aftan mig sem eru alltaf að skammast í dómaranum. Ef ég passa mig ekki er ég kominn með í þetta,“ segir Einar. Hann hafi ekkert við dómarann að athuga en það skipti ekki öllu máli. „Þegar maður mætir á íþróttaleiki sem áhorfandi getur maður leyft sér ýmsilegt í nafni þess að vera í fjöldanum. Eitthvað sem maður myndi aldrei gera einn síns liðs eða ef það væru bara örfáar hræður á pöllunum,“ segir Einar Gylfi.Stuðningsmenn Þróttar sem kalla sig Köttara eru þekktir fyrir að láta húmorinn og gleðina ráða för. Sungnir eru fyndnir söngvar sem eru oft í skrýtnari kantinum. Einar Gylfi segir um sama fyrirbæri að ræða. Menn taki þátt í nafni fjöldans. „Ef einn hefði staðið og sungið þeirra söngva hefði hann verið talinn skrýtinn,“ segir Einar Gylfi. Þar sem hópurinn taki þátt líði öllum vel. „Ein ástæðan fyir því að við mætum á völlinn er hve gaman er að vera í hóp og taka þátt í að búa til fagnaðaróp, æsa sig, segja misjafnt við dómara en svo eru þeir sem ganga lengra.“ Almar Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar, ræddi einnig við Reykjavík Síðdegis í gær. Silfurskeiðin, stuðningssveit Stjörnunnar, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hún baðst afsökunar á ummælum sínum í garð Bjarna Guðjónssonar, leikmanns KR á dögunum.Silfurskeiðin og Köttarar á vellinum síðasta sumar.Mynd/Daníel„Ég held að yfirlýsingin sé tiltölulega skýr. En af því við viljum vera rétttsýnir finnst mér mjög mikilvægt að það komi skýrt fram að stuðningsmenn Stjörnunnar hafa yfirleitt í gegnum tíðina verið sjálfum sér og félaginu til sóma með skemmtilegri og liflegri framkomu. Og jákvæðri,“ segir Almar. Hann staðfesti að hann hefði sjálfur rætt við Bjarna Guðjónsson og það hefðu forsvarsmenn Silfurskeiðarinnar einnig gert. „Þetta má ekki fara út í svona hluti. Það er engum til framdráttar og allra síst fyrir yngri iðkendum hjá okkar.Við viljum að þeir sjái fyrirmyndir á vellinum og ekki síst í stúkunni,“ sagði Almarr. Hægt er að hlusta á viðtalið við Einar Gylfa í spilaranum fyrir ofan. Viðtalið við Almar í heild sinni má nálgast hér.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Silfurskeiðin biður Bjarna afsökunar Almar Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna hegðunar stuðningsmanna félagsins, Silfurskeiðarinnar. 7. maí 2013 12:28 KSÍ mun skoða hegðun Silfurskeiðarinnar Stuðningsmannasveit Stjörnunnar, Silfurskeiðin, varð uppvís að afar vafasamri hegðun á KR-vellinum í gær á leik KR og Stjörnunnar í 1. umferð Pepsi-deildar karla. Sveitin söng þá ljótan níðsöng um Bjarna Guðjónsson, fyrirliða KR, og það sem meira er þá er þetta annað árið í röð sem sveitin gerir það. 7. maí 2013 10:23 Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Sjá meira
„Þetta hefur þekkst lengi og kallað ýmsum nöfnum svo sem múgsefjun eða hópþrýstingur,“ segir Einar Gylfi Jónsson sálfræðingur. Fjallað var um hegðun stuðningsmanna á íþróttaleikjum hér á landi á Vísi í gær. Einar Gylfi segir í viðtali við Reykjavík Síðdegis að fjöldi rannsókna sé til vitnis um að hægt sé að fá fólk til að gera alls konar hluti við aðstæður þar sem hópurinn leiðir einstaklinginn í ákveðna átt. „Ég stend mig til dæmis sjálfur að því þegar ég horfi á körfubolta að það eru nokkrir sem sitja fyrir aftan mig sem eru alltaf að skammast í dómaranum. Ef ég passa mig ekki er ég kominn með í þetta,“ segir Einar. Hann hafi ekkert við dómarann að athuga en það skipti ekki öllu máli. „Þegar maður mætir á íþróttaleiki sem áhorfandi getur maður leyft sér ýmsilegt í nafni þess að vera í fjöldanum. Eitthvað sem maður myndi aldrei gera einn síns liðs eða ef það væru bara örfáar hræður á pöllunum,“ segir Einar Gylfi.Stuðningsmenn Þróttar sem kalla sig Köttara eru þekktir fyrir að láta húmorinn og gleðina ráða för. Sungnir eru fyndnir söngvar sem eru oft í skrýtnari kantinum. Einar Gylfi segir um sama fyrirbæri að ræða. Menn taki þátt í nafni fjöldans. „Ef einn hefði staðið og sungið þeirra söngva hefði hann verið talinn skrýtinn,“ segir Einar Gylfi. Þar sem hópurinn taki þátt líði öllum vel. „Ein ástæðan fyir því að við mætum á völlinn er hve gaman er að vera í hóp og taka þátt í að búa til fagnaðaróp, æsa sig, segja misjafnt við dómara en svo eru þeir sem ganga lengra.“ Almar Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar, ræddi einnig við Reykjavík Síðdegis í gær. Silfurskeiðin, stuðningssveit Stjörnunnar, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hún baðst afsökunar á ummælum sínum í garð Bjarna Guðjónssonar, leikmanns KR á dögunum.Silfurskeiðin og Köttarar á vellinum síðasta sumar.Mynd/Daníel„Ég held að yfirlýsingin sé tiltölulega skýr. En af því við viljum vera rétttsýnir finnst mér mjög mikilvægt að það komi skýrt fram að stuðningsmenn Stjörnunnar hafa yfirleitt í gegnum tíðina verið sjálfum sér og félaginu til sóma með skemmtilegri og liflegri framkomu. Og jákvæðri,“ segir Almar. Hann staðfesti að hann hefði sjálfur rætt við Bjarna Guðjónsson og það hefðu forsvarsmenn Silfurskeiðarinnar einnig gert. „Þetta má ekki fara út í svona hluti. Það er engum til framdráttar og allra síst fyrir yngri iðkendum hjá okkar.Við viljum að þeir sjái fyrirmyndir á vellinum og ekki síst í stúkunni,“ sagði Almarr. Hægt er að hlusta á viðtalið við Einar Gylfa í spilaranum fyrir ofan. Viðtalið við Almar í heild sinni má nálgast hér.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Silfurskeiðin biður Bjarna afsökunar Almar Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna hegðunar stuðningsmanna félagsins, Silfurskeiðarinnar. 7. maí 2013 12:28 KSÍ mun skoða hegðun Silfurskeiðarinnar Stuðningsmannasveit Stjörnunnar, Silfurskeiðin, varð uppvís að afar vafasamri hegðun á KR-vellinum í gær á leik KR og Stjörnunnar í 1. umferð Pepsi-deildar karla. Sveitin söng þá ljótan níðsöng um Bjarna Guðjónsson, fyrirliða KR, og það sem meira er þá er þetta annað árið í röð sem sveitin gerir það. 7. maí 2013 10:23 Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Sjá meira
Silfurskeiðin biður Bjarna afsökunar Almar Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna hegðunar stuðningsmanna félagsins, Silfurskeiðarinnar. 7. maí 2013 12:28
KSÍ mun skoða hegðun Silfurskeiðarinnar Stuðningsmannasveit Stjörnunnar, Silfurskeiðin, varð uppvís að afar vafasamri hegðun á KR-vellinum í gær á leik KR og Stjörnunnar í 1. umferð Pepsi-deildar karla. Sveitin söng þá ljótan níðsöng um Bjarna Guðjónsson, fyrirliða KR, og það sem meira er þá er þetta annað árið í röð sem sveitin gerir það. 7. maí 2013 10:23