Lífið

Þekkt fyrir allt annað en formlegheit

Ellý Ármanns skrifar
Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar Poppkór Íslands – Vocal Project og Sniglabandið hittust á æfingu í vikunni en 19. maí næstkomandi ætlar þetta hressa lið að sameina krafta sína í Borgarleikhúsinu ásamt góðum gestum sem munu dúkka óvænt upp og leggja sitt af mörkum.   Sniglabandið er þekkt fyrir allt annað en formlegheit og því má búast við því að allt geti gerst á tónleikunum. Kvöldið verður því algjörlega ófyrirsjáanlegt að sögn kórmeðlima.

Miða á tónleikana má nálgast hér.

 Á efnisdagskránni verða flutt þekktustu lög Sniglabandsins í skemmtilegum kórútsetningum nokkurra af fremstu tónskáldum og útsetjurum yngri kynslóðarinnar. Þar má nefna Matta Sax, kórstjóra Vocal Project, Kalla Olgeirs píanóleikara og tónlistarstjóra Frostrósa, Gunnar Ben hljómborðsleikara Skálmaldar og Þóru Marteins kórstjóra.   Ekki er loku fyrir það skotið að áhorfendur verði einnig vélaðir til að taka þátt í herlegheitunum.

Miða á tónleikana má nálgast hér.

Smelltu á efstu mynd í frétt til að skoða albúmið í heild sinni.

Viðburðurinn á Facebook.



Kórmeðlimir og Sniglabandið lofa stanslausu stuði í Borgarleikhúsinu 19. maí næstkomandi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.