Innlent

Þefaði af öllum jólapóstinum

Klettur þefaði líklega af jólakortinu þínu áður en þú fékkst það.
Klettur þefaði líklega af jólakortinu þínu áður en þú fékkst það.
Lögregluhundurinn Klettur, sem starfar hjá ríkislögreglustjóra, var fenginn til þess að þefa af öllum jólapóst sem sendur var með flugi frá Keflavíkurflugvelli í desember.

Hundurinn hefur staðið sig vel við leit að sprengiefnum, sem er hans sérhæfing sem lögregluhundur, samkvæmt tilkynningu frá ríkislögreglustjóra.

Klettur kom vel út við þessa sprengiefnaleit og var mjög áhugasamur.

Klettur vinnur verkið á mun skemmri tíma en annars hefði verið og því um mikinn vinnusparnað að ræða. Lögregluhundurinn er kærkominn viðbót við þau úrræði sem sprengjusérfræðingar ríkislögreglustjóra hafa til þess að finna og staðsetja sprengiefni að mati lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×