Fótbolti

Eiður orðaður við hitt Brugge-liðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður Smári fagnar marki í leik með Cercle Brugge.
Eiður Smári fagnar marki í leik með Cercle Brugge. Nordic Photos / AFP
Eiður Smári Guðjohnsen er í dag orðaður við Club Brugge í belgískum fjölmiðlum en hann hefur þótt standa sig vel með grannliðinu Cercle Brugge í haust.

Eiður hefur skorað sex mörk í þrettán leikjum með Cercle Brugge og íhuga forráðamenn Club Brugge að reyna að lokka hann yfir í sinn bæjarhluta.

Yfirmaður knattspyrnumála hjá Club Brugge er Arnar Grétarsson, sem keypti Eið Smára til AEK Aþenu á sínum tíma. Í belgíska blaðinu Niuwsblad er Arnar enn sagður hafa mikla trú á Eiði Smára.

Eiður Smári var einnig orðaður við Perth Glory í Ástralíu í gær. Sven Jaecques, yfirmaður íþróttamála hjá Cercle Brugge, var spurður út í áhugann á Eiði Smára en kvaðst ekkert hafa heyrt.

„Stóri draumurinn hans Eiðs er að fara til Bandaríkjanna. Það getur allt gerst í fótbolta og við þurfum að taka allt með í reikninginn."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×