Innlent

Dæmd í 17 ára fangelsi fyrir morðið á syni sínum

Íris Hauksdóttir skrifar
Konan gaf þá skýringu að sonurinn hefði ekki staðið sig við að lesa Kóraninn.
Konan gaf þá skýringu að sonurinn hefði ekki staðið sig við að lesa Kóraninn. Mynd/ AFP.
Indversk móðir, búsett í Bretlandi, var á dögunum dæmd til 17 ára fangelsvistar fyrir að berja sjö ára son sinn til dauða með spítu. Atvikið átti sér stað í júlí 2010 og kvað móðirin, Sara Ege ástæðuna vera þá að drengnum gekk illa að læra utanbókar texta úr heilagri bók múslima, Kóraninum. Eftir hrottalegt morðið brenndi Sara svo lík sonar síns til að fela sönnunargögnin.

Við dómsúrskurð sagði dómarinn að drengurinn litli, Yaseen hafi mátt þola miklar barsmíðar af hendi móður sinnar. En upphaflega var því haldið fram að Yaseen hefði látist í eldsvoða á heimili sínu í Cardiff. Hið sanna kom svo í ljós við réttarkrufningu.

Hin morðóða móðir hélt áfram tilraunum sínum til að vinna gegn framgangi rétvísinnar og fullyrti að eiginmaður hennar og fjölskylda hans hafi þvingað sig til verknaðarins. Eiginmaðurinn var svo í desember sýknaður af ákæru um að hafa ekki komið drengnum til hjálpar.

Frá þessu greinir AFP-fréttastofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×