Lífið

Sextugur stórleikari

John Malkovich hefur marga fjöruna sopið.
John Malkovich hefur marga fjöruna sopið.
Leikarinn John Gavin Malkovich fæddist á þessum degi árið 1953 og fagnar því sextugsafmæli sínu í dag. Hann fæddist í bænum Christopher í Illinois-fylki í Bandaríkjunum og ólst upp í bænum Benton. Hann fékk fyrst áhuga á leiklist í miðskóla og lærði leiklist í háskólanum Illinois State.

John, ásamt Joan Allen, Gary Sinise og Glenne Headly, varð meðlimur í leiklistarfélaginu Steppenwolf í Chicago árið 1976. Hann flutti til New York fjórum árum seinna til að leika í leikritinu True West eftir Sam Shepard og hlaut Obie-verðlaunin fyrir frammistöðu sína. Síðustu þrjátíu ár hefur John leikið í meira en sjötíu kvikmyndum.

Hann hlaut Óskarstilnefningar fyrir hlutverk sín í kvikmyndunum Places in the Heart og In the Line of Fire. Hann hefur einnig leikið í myndum á borð við Empire of the Sun, The Killing Fields, Dangerous Liaisons, Of Mice and Men, Being John Malkovich og RED sem hafa hlotið mikið lof gagnrýnenda. Þá hefur hann framleitt fjöldann allan af kvikmyndum, til dæmis Juno og The Perks of Being a Wallflower. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.