Lífið

Hún er bara díva

Bjarki Ármannsson skrifar
Tvíeykið syngur hér saman á Listahátíð.
Tvíeykið syngur hér saman á Listahátíð. Fréttablaðið/Stefán
Listamennirnir Megas og Ágústa Eva Erlendsdóttir hafa tekið saman höndum og munu koma saman á hinum ýmsu skemmtunum um hátíðarnar undir heitinu Jólafólin. Tvíeykið hefur fengið til liðs við sig gítarleikarann Kristin Árnason og munu þau meðal annars frumflytja nokkur ný jólalög eftir Megas.

„Þetta bara datt inn svona, ég var beðinn um setja saman jólaprógramm og fékk með mér hana Ágústu,“ segir Megas. Munu þau að sögn halda uppi notalegri stemningu í nokkrum einkasamkvæmum fyrir jól. Ágústa Eva hefur nokkrum sinnum áður komið fram með söngvasmiðnum flinka og ber hann henni vel söguna.

„Hún er bara díva,“ segir Megas. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.