Glíman við færeyskuna erfið Friðrika Benónýsdóttir skrifar 9. desember 2013 12:00 Ingunn hefur þýtt fjölda bóka, en segir þýðinguna á Ó – Sögur um djöfulskap það erfiðasta sem hún hafi tekist á við, en um leið ögrandi og skemmtilegt verkefni. Fréttablaðið/GVA Reyndar er ég enginn sérfræðingur í færeysku, þótt ég geti auðvitað lesið hana mér til gagns eins og flestir Íslendingar. En þegar maður fer að þýða svona listrænan texta þá fyrst uppgötvar maður alla þá botnlausu pytti sem liggja fyrir fótum manns þegar færeyskan er annars vegar,“ segir Ingunn Ásdísardóttir þýðandi, spurð hvort ekki hafi verið erfitt að þýða doðrantinn Ó – Sögur um djöfulskap eftir Carl Jóhan Jensen. „Málin eru í rauninni svo lík en um leið svo ólík og þar sem þau eru ólík leynir það á sér. Maður þarf alveg stöðugt að vera á tánum, í hverri einustu setningu.“ Ó – Sögur um djöfulskap er fyrsta bókin sem Ingunn þýðir úr færeysku og hún segir þetta eitt það erfiðasta sem hún hefur komist í. „Einkum út af líkindum málanna. Það er svo auðvelt að taka setninguna bara beint upp og klúðra öllu til dauðans. Sem dæmi má nefna að á íslensku þýðir orðalagið „að maður standi fyrir einhverjum“ að maður sé að reyna að hindra hann í að komast ferða sinna, á færeysku hins vegar þýðir það þetta sama orðalag, „að standa fyrir einhverjum“, einfaldlega að standa fyrir framan hann. Þannig að á færeysku eruð þið að spjalla saman í mesta bróðerni þó að þú „standir fyrir manninum“, enginn er að reyna að hindra neinn. Svona merkingarmunur á milli þessara tveggja tungumála er alls staðar. En þetta var líka ofsalega ögrandi og skemmtilegt.“Verðlaun skipta máli Ingunni virðist hafa tekist vel upp með þýðinguna, því hún er tilnefnd til Íslensku þýðingaverðlaunanna. Skipta slíkar tilnefningar máli og bæta verðlaunin stöðu þýðenda? „Ég tel engan vafa á því. Ég ætla útgefendum það að vilja hafa bækurnar sínar þokkalega þýddar og að þeir leiti þá til fólks sem hefur fengið þess konar viðurkenningu í þessu fagi. Ég held líka að þýðendur, sem hafa metnað í sínu starfi og bera virðingu fyrir því, hljóti að keppa að því að komast á þennan topp. Mér fannst það gríðarleg viðurkenning að vera tilnefnd til þýðingaverðlaunanna og held það hljóti að hvetja mig til að gera enn betur í framtíðinni.“ Carl Jóhan stundaði nám í bókmenntafræði við H.Í. og er altalandi á íslensku. Las hann þýðinguna yfir? „Já, meira og minna gerði hann það.“ Og var ánægður með útkomuna? „Ekki heyrði ég annað á honum allavega.“ Þetta er mjög færeysk bók, ekki satt? „Jú, hún gerist í færeysku smábæjarsamfélagi upp úr aldamótunum 1900 og fer bæði fram og aftur fyrir þau. Hún tekur á mörgu af því sem kannski má líta á sem sérfæreyskt. Þetta er svona smábæjarsamfélag þar sem hver er ofan í annars koppi og trúarlíf Færeyinga, sem er mjög sérstakt, leikur stórt hlutverk. En í rauninni er hann samt að fjalla um miklu stærri hluti. Hann setur atburðarásina þarna niður en er í raun að fjalla um djöfulskapinn í manneskjunni, bæði þann djöfulskap sem við ráðum við og getum valið og líka illsku og djöfulskap sem kemur utan frá og einstaklingurinn ræður ekki við. Þessa illsku sem mannlífinu virðist eðlislæg, hversu leitt sem okkur þykir að viðurkenna það.“Djúpar lendur sálarlífs Íslendingar þekkja færeyskt samfélag aðallega úr bókum Williams Heinesen, munu þeir þekkja það samfélag aftur í þessari bók. „Já og nei. Umgjörðin er að sumu leyti svipuð, lítið þorpssamfélag í Færeyjum á þessum tíma með alls kyns skrítnu fólki og sögum inni í sögum. Mikið lengra nær sú samlíking ekki vegna þess að hér er farið inn á mjög myrkar, duldar og djúpar lendur sálarlífs, hvata, óra, ævintýra og fýsna. Litapalettan er mjög miklu dekkri hjá Carli Jóhani en Heinesen.“ Áttu von á því að þýða fleiri bækur úr færeysku? „Carl Jóhan er að ljúka við skáldsögu sem fjallar um íslenskt skáld á nítjándu öld sem heitir Benedikt Einarsson, hringir það einhverjum bjöllum? Ef einhver íslenskur útgefandi vill gefa hana út vona ég sannarlega að mér verði fengið það verkefni að þýða hana, en það á allt eftir að koma í ljós.“ Menning Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Reyndar er ég enginn sérfræðingur í færeysku, þótt ég geti auðvitað lesið hana mér til gagns eins og flestir Íslendingar. En þegar maður fer að þýða svona listrænan texta þá fyrst uppgötvar maður alla þá botnlausu pytti sem liggja fyrir fótum manns þegar færeyskan er annars vegar,“ segir Ingunn Ásdísardóttir þýðandi, spurð hvort ekki hafi verið erfitt að þýða doðrantinn Ó – Sögur um djöfulskap eftir Carl Jóhan Jensen. „Málin eru í rauninni svo lík en um leið svo ólík og þar sem þau eru ólík leynir það á sér. Maður þarf alveg stöðugt að vera á tánum, í hverri einustu setningu.“ Ó – Sögur um djöfulskap er fyrsta bókin sem Ingunn þýðir úr færeysku og hún segir þetta eitt það erfiðasta sem hún hefur komist í. „Einkum út af líkindum málanna. Það er svo auðvelt að taka setninguna bara beint upp og klúðra öllu til dauðans. Sem dæmi má nefna að á íslensku þýðir orðalagið „að maður standi fyrir einhverjum“ að maður sé að reyna að hindra hann í að komast ferða sinna, á færeysku hins vegar þýðir það þetta sama orðalag, „að standa fyrir einhverjum“, einfaldlega að standa fyrir framan hann. Þannig að á færeysku eruð þið að spjalla saman í mesta bróðerni þó að þú „standir fyrir manninum“, enginn er að reyna að hindra neinn. Svona merkingarmunur á milli þessara tveggja tungumála er alls staðar. En þetta var líka ofsalega ögrandi og skemmtilegt.“Verðlaun skipta máli Ingunni virðist hafa tekist vel upp með þýðinguna, því hún er tilnefnd til Íslensku þýðingaverðlaunanna. Skipta slíkar tilnefningar máli og bæta verðlaunin stöðu þýðenda? „Ég tel engan vafa á því. Ég ætla útgefendum það að vilja hafa bækurnar sínar þokkalega þýddar og að þeir leiti þá til fólks sem hefur fengið þess konar viðurkenningu í þessu fagi. Ég held líka að þýðendur, sem hafa metnað í sínu starfi og bera virðingu fyrir því, hljóti að keppa að því að komast á þennan topp. Mér fannst það gríðarleg viðurkenning að vera tilnefnd til þýðingaverðlaunanna og held það hljóti að hvetja mig til að gera enn betur í framtíðinni.“ Carl Jóhan stundaði nám í bókmenntafræði við H.Í. og er altalandi á íslensku. Las hann þýðinguna yfir? „Já, meira og minna gerði hann það.“ Og var ánægður með útkomuna? „Ekki heyrði ég annað á honum allavega.“ Þetta er mjög færeysk bók, ekki satt? „Jú, hún gerist í færeysku smábæjarsamfélagi upp úr aldamótunum 1900 og fer bæði fram og aftur fyrir þau. Hún tekur á mörgu af því sem kannski má líta á sem sérfæreyskt. Þetta er svona smábæjarsamfélag þar sem hver er ofan í annars koppi og trúarlíf Færeyinga, sem er mjög sérstakt, leikur stórt hlutverk. En í rauninni er hann samt að fjalla um miklu stærri hluti. Hann setur atburðarásina þarna niður en er í raun að fjalla um djöfulskapinn í manneskjunni, bæði þann djöfulskap sem við ráðum við og getum valið og líka illsku og djöfulskap sem kemur utan frá og einstaklingurinn ræður ekki við. Þessa illsku sem mannlífinu virðist eðlislæg, hversu leitt sem okkur þykir að viðurkenna það.“Djúpar lendur sálarlífs Íslendingar þekkja færeyskt samfélag aðallega úr bókum Williams Heinesen, munu þeir þekkja það samfélag aftur í þessari bók. „Já og nei. Umgjörðin er að sumu leyti svipuð, lítið þorpssamfélag í Færeyjum á þessum tíma með alls kyns skrítnu fólki og sögum inni í sögum. Mikið lengra nær sú samlíking ekki vegna þess að hér er farið inn á mjög myrkar, duldar og djúpar lendur sálarlífs, hvata, óra, ævintýra og fýsna. Litapalettan er mjög miklu dekkri hjá Carli Jóhani en Heinesen.“ Áttu von á því að þýða fleiri bækur úr færeysku? „Carl Jóhan er að ljúka við skáldsögu sem fjallar um íslenskt skáld á nítjándu öld sem heitir Benedikt Einarsson, hringir það einhverjum bjöllum? Ef einhver íslenskur útgefandi vill gefa hana út vona ég sannarlega að mér verði fengið það verkefni að þýða hana, en það á allt eftir að koma í ljós.“
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira