Lífið

Hlegið í Hörpu

Grínistinn heimsþekkti, Russell Brand, kemur fram í Hörpu í kvöld og annað kvöld.
Grínistinn heimsþekkti, Russell Brand, kemur fram í Hörpu í kvöld og annað kvöld. nordicphotos/getty
Grínistinn og fjölmiðlastjarnan Russell Brand kemur fram í Eldborgarsalnum í Hörpu í kvöld og annað kvöld. Þar með lýkur hann hálfs árs ferð sinni um heiminn með uppistandið sitt, sem ber heitið Messiah Complex.

Sýningin mun taka á trúarbrögðum og hetjum mannkynssögunnar samkvæmt erlendum fjölmiðlum, en hann mun einblína með grínið að vopni á byltingarleiðtogann Che Guevara, mannréttindafrömuðina Gandhi og Malcolm X og svo Jesú Krist sjálfan.

Fyrirhuguð sýning hefur vakið mikla athygli, meðal annars vegna þess að Brand hyggst meðal annars troða upp í Mið-Austurlöndum, svo sem Abu Dabi og í Ísrael. Í síðara landinu hafa ýmsir hópar hvatt landa sína til að sniðganga sýninguna vegna afstöðu Brands til Palestínu.

Gera má ráð fyrir miklum hlátri í Hörpu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.