Innlent

Konunni haldið sofandi og í öndunarvél

Stefán Árni Pálsson skrifar
Íbúðin sem brann er á 2. hæð í Írabakka 30.
Íbúðin sem brann er á 2. hæð í Írabakka 30. mynd / daníel
Konan, sem brann illa í brunanum í Írabakka í Breiðaholtinu í morgun, er haldið sofandi og í öndunarvél á Landsspítalanum í Fossvogi.

14 ára dóttir hennar hefur verið útskrifuð af spítalanum en hún hlaut töluverða reykeitrun í brunanum í morgun.

Fjórir voru fluttir á slysadeild í morgun eftir brunann, tveir á gjörgæslu en konan er talin í lífshættu vegna brunasára.

Mæðgurnar voru í mikill hættu í nótt og náðu slökkviliðsmenn að bjarga þeim út úr íbúðinni áður en illa færi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×