David Beckham spilaði sinn fyrsta leik í byrjunarliði PSG í gær er liðið lagði Marseille, 2-0, í frönsku bikarkeppninni. Beckham spilaði 85 mínútur í leiknum og stóð sig vel.
"Það er alltaf gott að fá að byrja. Þetta var virkilega ánægjulegt. Mér líður eins og heima hjá mér. Ég er að spila með frábærum leikmönnum í frábæru liði," sagði Beckham eftir leikinn.
Leonardo, íþróttastjóri PSG, sagði eftir leikinn að þessi frammistaða hefði sýnt að Beckham hefði ekki bara verið fenginn til félagsins svo það gæti grætt peninga.
"Hann kom ekki hingað til þess að sitja fyrir á myndum, mæta á blaðamannafundi og selja treyjur. Þessi leikur staðfesti það."
Beckham: Líður eins og heima hjá mér

Mest lesið






Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs
Enski boltinn



Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum
Enski boltinn

Aurier í bann vegna lifrarbólgu
Fótbolti