"Kannabis er ekkert töfralyf“ 28. febrúar 2013 20:06 Mikið hefur verið rætt um lækningamátt kannabisefna enda hefur efnið víða verið notað sem verkjastillandi lyf. Að sama skapi er kannabis talið hafa gefið góða raun í meðferðum sjúklinga sem þjást af krabbameini og taugahrörnunarsjúkdómum. Björn Logi Þórarinsson, taugalæknir, sat fyrir svörum um þetta í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Það hefur verið mikið rannsakað hvort að kannabisefni geti haft jákvæð áhrif á ýmsa sjúkdóma í heila, ekki bara valdið vímu. Þar á meðal er MS sjúkdómurinn. Kannbis hefur viss jákvæð áhrif þar miðað við fyrri rannsóknir. Þá sérstaklega þegar kemur að krömpum," segir Björn Logi. Hann bendir á það sé mikill misskilningur að kannabis sé töfralyf. Vissulega séu dæmi um að efnið hafi haft jákvæð áhrif. „En það neikvæða við þetta er náttúrulega það að kannbis veldur vímu og er ávanabindandi." Þá bendir Björn Logi á að það hafi verið gerðar nokkrar rannsóknir á því hvort að kannabis hafi minnkað sársauka hjá MS sjúklingum. „Að því sem ég best veit er aðeins ein rannsókn sem hefur sýnt fram á þetta og hún er sjö ára gömul." „Það er hins vegar eitt sem við verðum að hafa í huga í þessari umræðu," segir Björn Logi. „Þegar við tölum um lækningamátt kannabiss, þá erum við ekki að tala um að reykja efnið. Það er lykilatriði." Hann telur umræðan vera á villigötum þegar kemur að þessu. „Við vitum að kannabisreykurinn er krabbameinsvaldandi. Og það eru all mörg ár síðan við læknar og aðrir fórum að benda fólki á að anda ekki að sér krabbameinsvaldandi reyk."Hægt er að hlusta á áhugavert viðtal við Björn Loga hér fyrir ofan en þar fjallar hann ítarlega um þessi mál. Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um lækningamátt kannabisefna enda hefur efnið víða verið notað sem verkjastillandi lyf. Að sama skapi er kannabis talið hafa gefið góða raun í meðferðum sjúklinga sem þjást af krabbameini og taugahrörnunarsjúkdómum. Björn Logi Þórarinsson, taugalæknir, sat fyrir svörum um þetta í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Það hefur verið mikið rannsakað hvort að kannabisefni geti haft jákvæð áhrif á ýmsa sjúkdóma í heila, ekki bara valdið vímu. Þar á meðal er MS sjúkdómurinn. Kannbis hefur viss jákvæð áhrif þar miðað við fyrri rannsóknir. Þá sérstaklega þegar kemur að krömpum," segir Björn Logi. Hann bendir á það sé mikill misskilningur að kannabis sé töfralyf. Vissulega séu dæmi um að efnið hafi haft jákvæð áhrif. „En það neikvæða við þetta er náttúrulega það að kannbis veldur vímu og er ávanabindandi." Þá bendir Björn Logi á að það hafi verið gerðar nokkrar rannsóknir á því hvort að kannabis hafi minnkað sársauka hjá MS sjúklingum. „Að því sem ég best veit er aðeins ein rannsókn sem hefur sýnt fram á þetta og hún er sjö ára gömul." „Það er hins vegar eitt sem við verðum að hafa í huga í þessari umræðu," segir Björn Logi. „Þegar við tölum um lækningamátt kannabiss, þá erum við ekki að tala um að reykja efnið. Það er lykilatriði." Hann telur umræðan vera á villigötum þegar kemur að þessu. „Við vitum að kannabisreykurinn er krabbameinsvaldandi. Og það eru all mörg ár síðan við læknar og aðrir fórum að benda fólki á að anda ekki að sér krabbameinsvaldandi reyk."Hægt er að hlusta á áhugavert viðtal við Björn Loga hér fyrir ofan en þar fjallar hann ítarlega um þessi mál.
Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira