Fótbolti

Zlatan vill ekki leika með Cavani

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Zlatan á góðri stund með PSG í vor.
Zlatan á góðri stund með PSG í vor. Mynd:Nordic Photos/Getty
Aurelio De Laurentiis forseti ítalska knattspyrnuliðsins Napoli segir að sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic muni yfirgefa Paris Saint-Germain í sumar því hann vilji ekki leika við hlið Edinson Cavani.

Zlatan gekk til liðs við PSG síðasta sumar of varð franskur meistari með félaginu á síðustu leiktíð. Nú bendir allt til þess að PSG sé að kaupa Cavani frá Napoli fyrir 60 milljónir Evra og það líst Zlatan illa á samkvæmt forseta félagsins sem er að selja PSG Cavani.

„Ibrahimovic mun ekki leika með Cavani. Honum hefur verið lofað að vera seldur,“ sagði Laurentiis við Tutto Napoli.

Laurentiis þvertók fyrir það að Zlatan kæmi til Napoli í stað Cavani og segir ekkert heldur vera hæft í þeim sögusögnum að Napoli ætli sér að kaupa Robert Lewandowski frá Borussia Dortmund.

„Lewandowski kemur ekki. Hann fer til Bayern eða Mónakó,“ sagði Laurentiis sem bætti við að ástæða þess að Cavani sé á leið frá Napoli sé einföld. „Bara peningar skipta Cavani máli.“

Laurent Blanc knattspyrnustjóri PSG sagði fyrr í mánuðinum að Cavani gæti vel spilað við hlið Zlatan Ibrahimovic.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×