Sunna bar sigur úr býtum í fyrsta bardaganum Sara McMahon skrifar 19. febrúar 2013 12:00 Sunna Rannveig Davíðsdóttir eyðir þremur mánuðum í þjálfunarbúðum á taílensku eyjunni Phuket þar sem hún æfir blandaðar bardagaíþróttir. „Mig hefur dreymt um að koma hingað í mörg ár, alveg frá því ég byrjaði fyrst að æfa muay thai. Uppáhaldsbardagamaðurinn minn var og er Buakaw Por Pramuk og hann var kveikjan að því að ég kom hingað," segir Sunna Rannveig Davíðsdóttir sem dvelur í þrjá mánuði í þjálfunarbúðum á taílensku eyjunni Phuket þar sem hún æfir blandaðar bardagaíþróttir og muay thai. „Ég skoðaði myndband á Youtube fyrir mörgum árum síðan og fann þannig Tiger Muay Thai MMA-gymmið þar sem ég bý núna. Hér er allt sem ég þarf og frábærir þjálfarar, bæði taílenskir og annars staðar frá." Einungis viku eftir komuna til Taílands keppti Sunna Rannveig sinn fyrsta bardaga inni í hring. Hún mætti ástralskri stúlku og bar sigur úr býtum eftir þrjár þriggja mínútna lotur. „Ég fékk dags fyrirvara og var aðeins búin að taka fjórar æfingar fyrir bardagann, en ákvað að slá til og hafa gaman. Ég lærði mikið af þessu og fékk smá tilfinningu fyrir því hvernig er að berjast í hringnum. Þetta var góð upphitun fyrir næsta bardaga sem verður á laugardag og er minn fyrsti í búrinu," segir Sunna Rannveig sem hefur æft muay thai frá árinu 2009 og lagt stund á MMA hjá Mjölni síðustu tvö ár. Hún kennir jafnframt víkingaþrek hjá félaginu auk þess sem hún ekur leigubíl um helgar. Hún segir daginn í þjálfunarbúðunum byrja snemma og einkennast af stöndum æfingum. „Ég byrja á því að fara í jóga klukkan sjö um morguninn og síðan taka við harðar muay thai-æfingar til hádegis. Svo hvíli ég mig og borða og svo tek ég annað hvort MMA- eða boxæfingu um fjögur og um kvöldmatarleytið er BJJ æfing." Sunna Rannveig á dótturina Önnu Rakel sem bíður spennt eftir heimkomu móður sinnar, en sú stutta æfir einnig hjá Mjölni. „Það erfiðasta sem ég hef gert er að kveðja Önnu Rakel, en ég hefði aldrei farið án hennar samþykkis, Hún er líka lítil íþróttakona og hefur stundað æfingar hjá Mjölni frá sex ára aldri. Ég er ótrúlega stolt af henni, sama hvað hún tekur sér fyrir hendur, en það er einstaklega gaman að eiga sama áhugamál og hún," segir Sunna að lokum. Hægt er að sjá Sunnu á léttari nótum þegar hún barðist við Nilla í Týndu kynslóðinni hér á sjónvarpssíðu Vísis. Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Lausanne - Breiðablik | Blikar stíga aftur á stóra sviðið Roma - Lille | Hákon reið inn í Rómarborg Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Stjörnuþjálfari dæmdur í bann „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Sjá meira
„Mig hefur dreymt um að koma hingað í mörg ár, alveg frá því ég byrjaði fyrst að æfa muay thai. Uppáhaldsbardagamaðurinn minn var og er Buakaw Por Pramuk og hann var kveikjan að því að ég kom hingað," segir Sunna Rannveig Davíðsdóttir sem dvelur í þrjá mánuði í þjálfunarbúðum á taílensku eyjunni Phuket þar sem hún æfir blandaðar bardagaíþróttir og muay thai. „Ég skoðaði myndband á Youtube fyrir mörgum árum síðan og fann þannig Tiger Muay Thai MMA-gymmið þar sem ég bý núna. Hér er allt sem ég þarf og frábærir þjálfarar, bæði taílenskir og annars staðar frá." Einungis viku eftir komuna til Taílands keppti Sunna Rannveig sinn fyrsta bardaga inni í hring. Hún mætti ástralskri stúlku og bar sigur úr býtum eftir þrjár þriggja mínútna lotur. „Ég fékk dags fyrirvara og var aðeins búin að taka fjórar æfingar fyrir bardagann, en ákvað að slá til og hafa gaman. Ég lærði mikið af þessu og fékk smá tilfinningu fyrir því hvernig er að berjast í hringnum. Þetta var góð upphitun fyrir næsta bardaga sem verður á laugardag og er minn fyrsti í búrinu," segir Sunna Rannveig sem hefur æft muay thai frá árinu 2009 og lagt stund á MMA hjá Mjölni síðustu tvö ár. Hún kennir jafnframt víkingaþrek hjá félaginu auk þess sem hún ekur leigubíl um helgar. Hún segir daginn í þjálfunarbúðunum byrja snemma og einkennast af stöndum æfingum. „Ég byrja á því að fara í jóga klukkan sjö um morguninn og síðan taka við harðar muay thai-æfingar til hádegis. Svo hvíli ég mig og borða og svo tek ég annað hvort MMA- eða boxæfingu um fjögur og um kvöldmatarleytið er BJJ æfing." Sunna Rannveig á dótturina Önnu Rakel sem bíður spennt eftir heimkomu móður sinnar, en sú stutta æfir einnig hjá Mjölni. „Það erfiðasta sem ég hef gert er að kveðja Önnu Rakel, en ég hefði aldrei farið án hennar samþykkis, Hún er líka lítil íþróttakona og hefur stundað æfingar hjá Mjölni frá sex ára aldri. Ég er ótrúlega stolt af henni, sama hvað hún tekur sér fyrir hendur, en það er einstaklega gaman að eiga sama áhugamál og hún," segir Sunna að lokum. Hægt er að sjá Sunnu á léttari nótum þegar hún barðist við Nilla í Týndu kynslóðinni hér á sjónvarpssíðu Vísis.
Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Lausanne - Breiðablik | Blikar stíga aftur á stóra sviðið Roma - Lille | Hákon reið inn í Rómarborg Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Stjörnuþjálfari dæmdur í bann „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Sjá meira