Enski boltinn

Bikarúrslitaleikurinn í lok tímabilsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Wigan er ríkjandi bikarmeistari í Englandi.
Wigan er ríkjandi bikarmeistari í Englandi. Nordic Photos / Getty Images
Ákveðið hefur verið að klára tímabilið í ensku úrvalsdeildinni áður en úrslitaleikurinn í ensku bikarkeppninni fer fram næsta vor.

Síðast var það gert árið 2010 en undanfarin ár hafa leikir í ensku deildinni farið fram sömu helgi og bikarúrslitin.

Í vor ráðast úrslitin í bikarnum þann 17. maí á Wembley-leikvanginum, viku eftir að tímabilið klárast í ensku deildinni.

Síðustu tveir af þremur úrslitaleikjum Meistaradeildar Evrópu hafa farið fram á Wembley-leikvanginum og hafði það áhrif á þá ákvörðun að láta bikarúrslitaleikinn fara fyrr fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×