Umdeilt Hagstofufrumvarp í forgangi á septemberþingi Jóhanna María Einarsdóttir skrifar 3. september 2013 07:00 Alþingi kemur saman nú í september. Þingmenn eru ekki á eitt sáttir um mikilvægi fundahaldanna. Þingmenn hafa blendnar tilfinningar til septemberþings. Ríkisstjórnin ætlar að koma frumvarpi um Hagstofuna í gegn en það var lagt fram á sumarþingi. Stjórnarandstaðan ætlar að nýta tímann til að leggja fram fyrirspurnir og óska eftir utandagskrárumræðum. Þegar þingi var frestað í byrjun júlí náðist samkomulag milli stjórnar og stjórnarandstöðu um að nýtt þing kæmi saman fyrsta október í stað annars þriðjudags í september, eins og gert er ráð fyrir í þingskaparlögum. Í staðinn fékk stjórnarandstaðan það í gegn að þing kæmi saman sex daga í september.Guðmundur Steingrímsson„Ég tel þetta frekar tilgangslaust þing,“ segir Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar. Hann segir að þingið standi of stutt til að hægt sé að leggja fram ný mál. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, telur á hinn bóginn að þingið þjóni tilgangi. „Það er þingræði í landinu og hlutverk þingsins er að veita framkvæmdarvaldinu aðhald. Á septemberþingi ætlum við meðal annars að krefja forsætisráðherra svara um stöðu efnahagsmála. Við viljum líka fá svör við því hvernig miðar að efna kosningaloforðin. Utanríkisráðherra þarf líka að svara fyrir Evrópumálin og stöðu þeirra. Þá þarf að ræða dóm héraðsdóms varðandi Lánasjóð íslenskra námsmanna,“ segir Árni Páll. Talsmenn stjórnarandstöðunnar segja að það verði fá ný mál lögð fram á septemberþingi, tíminn til þess sé of knappur. Helgi Hjörvar, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, segir að hann eigi von á einu eða tveimur nýjum málum frá Samfylkingunni. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að þingflokkurinn hittist í dag til að fara yfir hvað VG geri. Hvorki Björt framtíð né Píratar ætla að koma fram með ný mál.Árni Páll ÁrnasonRíkisstjórnin ætlar að leggja áherslu á að koma umdeildu frumvarpi um Hagstofuna í gegn. Það var lagt fram á vorþingi í tengslum við tillögur forsætisráðherra vegna skuldavanda heimilanna. Í frumvarpinu átti að gera bönkum og fjármálastofnunum skylt að veita Hagstofunni víðtækar upplýsingar um lánþega, stöðu lána, vanskil fólks og úrræði í þágu skuldara. Frumvarpið var harðlega gagnrýnt, meðal annars af forstjóra Persónuverndar, sem taldi að með því væri bankaleynd á Íslandi nánast lögð af. Frumvarpið fór í gegnum eina umræðu á sumarþingi. Þá var ákveðið að skoða það betur og taka mið af þeirri gagnrýni sem það sætti. Í sumar hefur tíminn verið notaður til að endurbæta frumvarpið. Það er nú komið til allsherjar- og menntamálanefndar þingsins til umfjöllunar. Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður forsætisráðherra, segir að vonast sé til að nefndin ljúki umfjöllun um frumvarpið áður en þing kemur saman svo hægt verði að taka það til annarrar umræðu á Alþingi í næstu viku. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fleiri fréttir „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Sjá meira
Þingmenn hafa blendnar tilfinningar til septemberþings. Ríkisstjórnin ætlar að koma frumvarpi um Hagstofuna í gegn en það var lagt fram á sumarþingi. Stjórnarandstaðan ætlar að nýta tímann til að leggja fram fyrirspurnir og óska eftir utandagskrárumræðum. Þegar þingi var frestað í byrjun júlí náðist samkomulag milli stjórnar og stjórnarandstöðu um að nýtt þing kæmi saman fyrsta október í stað annars þriðjudags í september, eins og gert er ráð fyrir í þingskaparlögum. Í staðinn fékk stjórnarandstaðan það í gegn að þing kæmi saman sex daga í september.Guðmundur Steingrímsson„Ég tel þetta frekar tilgangslaust þing,“ segir Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar. Hann segir að þingið standi of stutt til að hægt sé að leggja fram ný mál. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, telur á hinn bóginn að þingið þjóni tilgangi. „Það er þingræði í landinu og hlutverk þingsins er að veita framkvæmdarvaldinu aðhald. Á septemberþingi ætlum við meðal annars að krefja forsætisráðherra svara um stöðu efnahagsmála. Við viljum líka fá svör við því hvernig miðar að efna kosningaloforðin. Utanríkisráðherra þarf líka að svara fyrir Evrópumálin og stöðu þeirra. Þá þarf að ræða dóm héraðsdóms varðandi Lánasjóð íslenskra námsmanna,“ segir Árni Páll. Talsmenn stjórnarandstöðunnar segja að það verði fá ný mál lögð fram á septemberþingi, tíminn til þess sé of knappur. Helgi Hjörvar, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, segir að hann eigi von á einu eða tveimur nýjum málum frá Samfylkingunni. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að þingflokkurinn hittist í dag til að fara yfir hvað VG geri. Hvorki Björt framtíð né Píratar ætla að koma fram með ný mál.Árni Páll ÁrnasonRíkisstjórnin ætlar að leggja áherslu á að koma umdeildu frumvarpi um Hagstofuna í gegn. Það var lagt fram á vorþingi í tengslum við tillögur forsætisráðherra vegna skuldavanda heimilanna. Í frumvarpinu átti að gera bönkum og fjármálastofnunum skylt að veita Hagstofunni víðtækar upplýsingar um lánþega, stöðu lána, vanskil fólks og úrræði í þágu skuldara. Frumvarpið var harðlega gagnrýnt, meðal annars af forstjóra Persónuverndar, sem taldi að með því væri bankaleynd á Íslandi nánast lögð af. Frumvarpið fór í gegnum eina umræðu á sumarþingi. Þá var ákveðið að skoða það betur og taka mið af þeirri gagnrýni sem það sætti. Í sumar hefur tíminn verið notaður til að endurbæta frumvarpið. Það er nú komið til allsherjar- og menntamálanefndar þingsins til umfjöllunar. Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður forsætisráðherra, segir að vonast sé til að nefndin ljúki umfjöllun um frumvarpið áður en þing kemur saman svo hægt verði að taka það til annarrar umræðu á Alþingi í næstu viku.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fleiri fréttir „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Sjá meira