Innlent

Tilraun til vopnaðs ráns

Gunnar Valþórsson skrifar
Starfsmaður verslunarinnar og viðskiptavinur sem þar var staddur tóku sig hinsvegar til og yfirbuguðu manninn og héldu honum uns lögregla kom á vettvang.
Starfsmaður verslunarinnar og viðskiptavinur sem þar var staddur tóku sig hinsvegar til og yfirbuguðu manninn og héldu honum uns lögregla kom á vettvang.
Karlmaður reyndi vopnað rán í verslun í austurborginni um níuleytið í gærkvöldi. Að sögn lögreglu kom maðurinn hlaupandi inn í verslunina veifandi barefli og heimtaði hann peninga. Starfsmaður verslunarinnar og viðskiptavinur sem þar var staddur tóku sig hinsvegar til og yfirbuguðu manninn og héldu honum uns lögregla kom á vettvang. Ofbeldismaðurinn var vistaður í fangaklefa og verður yfirheyrður síðar í dag.

Og það voru fleiri sem fengu að gista hjá lögreglunni í nótt, um klukkan átta í gærkvöldi var tilkynnt um að bíl hefði verið stolið í Hafnarvirði. Í framhaldinu var lýst eftir bílnum og stuttu eftir miðnætti var tilkynnt um hann við Rauðavatn. Þegar lögregla kom á svæðið var einn í bílnum en ökumaður og tveir aðrir höfðu hlaupið á brott. Eftir nokkra leit fann lögregla hinn grunaða ökumann og þann sem talið er að hafi rænt bílnum. Sá var vistaður í fangaklefa og verður yfirheyrður í dag.

Brotist var inn í íbúð í austurborginni í nótt um klukkan þrjú. Þar tekin tölva, fatnaður og peningar. Málið er í rannsókn og enginn grunaður eins og er, að sögn lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×