Fótbolti

Alfreð og Emil æfðu ekki

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson og stórskyttan Gylfi Þór Sigurðsson á æfingu liðsins í dag.
Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson og stórskyttan Gylfi Þór Sigurðsson á æfingu liðsins í dag. Mynd/KSÍ
Karlalandslið Íslands í knattspyrnu er mætt til Bern þar sem fyrsta æfing liðsins fyrir leikinn gegn Sviss fór fram í dag.

Alfreð Finnbogason er með sprungu í tábeini og Emil Hallfreðsson glímir við smávægileg meiðsli í hné. Kapparnir æfðu því ekki með félögum sínum í dag heldur voru í meðferð hjá sjúkrateymi landsliðsins.

Veðrið leikur við strákana okkar í Bern. Þar er sólskin og um 25 gráðu hiti. Landsliðið æfir á morgun á Stade de Suisse þar sem leikurinn fer fram á föstudagskvöldið.

Myndir frá æfingu liðsins má sjá á Fésbókarsíðu KSÍ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×