Skemmtun fór úr böndunum þegar kveikt var í dverg Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. september 2013 12:12 Leikmaður St. Kilda í áströlskum fótbolta hefur verið sektaður um andvirði 300 þúsund íslenskra króna fyrir að kveikja í dverg á skemmtun í gær. Skemmtikrafturinn Blake Johnston var fenginn til þess að skemmta á uppskeruhátíð St. Kilda á mánudag. Skemmtunin fór úr böndunum þegar Clinton Jones, leikmaður St. Kilda, kveikti í fötum Johnston sem er dvergur. Forráðamenn St. Kilda sendu frá sér yfirlýsingu í dag, sögðu Jones hafa beðist afsökunar og verið sektaður um ofangreinda upphæð í takt við siðareglur leikmanna deildarinnar. Jones sagðist sjálfur í yfirlýsingu hafa beðið Johnston afsökunar á athæfi sínu. „Strákarnir í liðinu tóku sér ýmislegt fyrir hendur á uppskeruhátíðinni. Sumt sem þar fór fram var barnalegt. Ég gerði mistök með því að draga Johnston inn í einn gjörninginn,“ sagði Jones í yfirlýsingunni.Blake Johnston (t.h.) ásamt Ron Jeremy.Mynd/Heimasíða „Dwarf my party“Johnston segist hafa ráðfært sig við lögmenn en tekið þá ákvörðun að sækja hvorki leikmanninn né félagið til saka. Johnston, sem starfar hjá afþreyingarfyrirtækinu „Dwarf My Part“, segir að kveikt hafi verið í fötum sínum með kveikjara. Hann segist ekki hafa getað fullyrt hver kveikti í fötunum enda voru leikmennirnir klæddir grímubúningum. Atvikið hefur vakið töluverða athygli í Ástralíu. Andrew Demetriou sat fyrir svörum í sjónvarpsþætti í gærkvöldi en gat ekki haldið aftur af hlátri sínum þegar honum var tjáð hvað gerst hafði. „Ég hélt að þeir væru að grínast í mér, að þetta væri brandari,“ sagði Demtriou í afsökunarbeiðni. Í spilaranum að ofan má sjá frétt 7News í Ástralíu málið. Þar er meðal annars rætt við kollega Johnston hjá afþreyingarfyrirtækinu sem varð vitni að atburðinum. Þá má má lesa um þetta stórskrýtna mál hér. Íþróttir Mest lesið Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Hislop með krabbamein Enski boltinn Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Dagskráin: Úrvalsdeildin í pílu, Bónusdeildin, formúlan og Doc Zone „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Sjá meira
Leikmaður St. Kilda í áströlskum fótbolta hefur verið sektaður um andvirði 300 þúsund íslenskra króna fyrir að kveikja í dverg á skemmtun í gær. Skemmtikrafturinn Blake Johnston var fenginn til þess að skemmta á uppskeruhátíð St. Kilda á mánudag. Skemmtunin fór úr böndunum þegar Clinton Jones, leikmaður St. Kilda, kveikti í fötum Johnston sem er dvergur. Forráðamenn St. Kilda sendu frá sér yfirlýsingu í dag, sögðu Jones hafa beðist afsökunar og verið sektaður um ofangreinda upphæð í takt við siðareglur leikmanna deildarinnar. Jones sagðist sjálfur í yfirlýsingu hafa beðið Johnston afsökunar á athæfi sínu. „Strákarnir í liðinu tóku sér ýmislegt fyrir hendur á uppskeruhátíðinni. Sumt sem þar fór fram var barnalegt. Ég gerði mistök með því að draga Johnston inn í einn gjörninginn,“ sagði Jones í yfirlýsingunni.Blake Johnston (t.h.) ásamt Ron Jeremy.Mynd/Heimasíða „Dwarf my party“Johnston segist hafa ráðfært sig við lögmenn en tekið þá ákvörðun að sækja hvorki leikmanninn né félagið til saka. Johnston, sem starfar hjá afþreyingarfyrirtækinu „Dwarf My Part“, segir að kveikt hafi verið í fötum sínum með kveikjara. Hann segist ekki hafa getað fullyrt hver kveikti í fötunum enda voru leikmennirnir klæddir grímubúningum. Atvikið hefur vakið töluverða athygli í Ástralíu. Andrew Demetriou sat fyrir svörum í sjónvarpsþætti í gærkvöldi en gat ekki haldið aftur af hlátri sínum þegar honum var tjáð hvað gerst hafði. „Ég hélt að þeir væru að grínast í mér, að þetta væri brandari,“ sagði Demtriou í afsökunarbeiðni. Í spilaranum að ofan má sjá frétt 7News í Ástralíu málið. Þar er meðal annars rætt við kollega Johnston hjá afþreyingarfyrirtækinu sem varð vitni að atburðinum. Þá má má lesa um þetta stórskrýtna mál hér.
Íþróttir Mest lesið Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Hislop með krabbamein Enski boltinn Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Dagskráin: Úrvalsdeildin í pílu, Bónusdeildin, formúlan og Doc Zone „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Sjá meira