Brúa þarf bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 3. september 2013 13:22 Sóley Tómasdóttir og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir benda á ólík dagvistunarúrræði fyrir yngstu börnin Mynd/Vísir Í kjölfar málsins sem kom upp á 101 leikskóla hefur umræðan um ábyrgð borgarinnar á dagvistunarúrræðum fyrir börn yngri en tveggja ára vaknað að nýju. Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, vill að borgin beri ábyrgð á dagvistunarúrræðum þegar fæðingarorlofið lýkur. „Borgaryfirvöld þurfa að axla ábyrgð gagnvart þessum yngsta aldurshópi. Við verðum að taka næstu skref í að innleiða hér leikskóla fyrir öll börn. Við verðum að brúa bilið á milli leikskóla og fæðingarorlofs,“ segir Sóley. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, er sammála um að nauðsynlegt sé að finna dagvistunarúrræði fyrir yngstu börnin en að það sé óraunhæft að borgin taki fulla ábyrgð á þjónustunni. „Það er fín framtíðarsýn að byggja yfir öll börn frá því að fæðingarorlofi sleppir. En eins og staðan er núna þá höfum við ekki einu sinni efni á að gera við lek skólaþök. Því þurfum við að horfa til raunhæfari kosta eins og að fjölga sjálfstætt reknum ungbarnaleikskólum og fá dagforeldra til að vinna saman. Að auki mætti biðja atvinnulífið um aðstoð við lausn mála, til dæmis að bjóða dagforeldrum húsnæði til að vinna með börn starfsmanna fyrirtækisins,“ segir Þorbjörg Helga. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar hefur síðustu daga unnið að því að finna dagvistunarúrræði fyrir börnin sem voru á leikskólanum 101. Átta börn eru enn í biðstöðu en þrjátíu börn hafa fengið örugg pláss. Borgin rýmkaði fjárheimildir til annarra ungbarnaleikskóla í borginni þannig að hægt væri að taka við fleiri börnum. Einnig hafa starfsmenn á þjónustumiðstöðvum borgarinnar aðstoðað foreldra við að finna laus pláss hjá dagforeldrum í Reykjavík. Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Í kjölfar málsins sem kom upp á 101 leikskóla hefur umræðan um ábyrgð borgarinnar á dagvistunarúrræðum fyrir börn yngri en tveggja ára vaknað að nýju. Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, vill að borgin beri ábyrgð á dagvistunarúrræðum þegar fæðingarorlofið lýkur. „Borgaryfirvöld þurfa að axla ábyrgð gagnvart þessum yngsta aldurshópi. Við verðum að taka næstu skref í að innleiða hér leikskóla fyrir öll börn. Við verðum að brúa bilið á milli leikskóla og fæðingarorlofs,“ segir Sóley. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, er sammála um að nauðsynlegt sé að finna dagvistunarúrræði fyrir yngstu börnin en að það sé óraunhæft að borgin taki fulla ábyrgð á þjónustunni. „Það er fín framtíðarsýn að byggja yfir öll börn frá því að fæðingarorlofi sleppir. En eins og staðan er núna þá höfum við ekki einu sinni efni á að gera við lek skólaþök. Því þurfum við að horfa til raunhæfari kosta eins og að fjölga sjálfstætt reknum ungbarnaleikskólum og fá dagforeldra til að vinna saman. Að auki mætti biðja atvinnulífið um aðstoð við lausn mála, til dæmis að bjóða dagforeldrum húsnæði til að vinna með börn starfsmanna fyrirtækisins,“ segir Þorbjörg Helga. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar hefur síðustu daga unnið að því að finna dagvistunarúrræði fyrir börnin sem voru á leikskólanum 101. Átta börn eru enn í biðstöðu en þrjátíu börn hafa fengið örugg pláss. Borgin rýmkaði fjárheimildir til annarra ungbarnaleikskóla í borginni þannig að hægt væri að taka við fleiri börnum. Einnig hafa starfsmenn á þjónustumiðstöðvum borgarinnar aðstoðað foreldra við að finna laus pláss hjá dagforeldrum í Reykjavík.
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira