Wayne Rooney, framherji Manchester United og enska landsliðsins, taldi sig þurfa að sanna að meiðslin sín væru alvöru og setti því mynd af sér á netinu þar sem skurðurinn hans sést vel.
Rooney meiddist á síðustu æfingu United fyrir Liverpol um síðustu helgi og missti af leiknum. Hann lenti í samstuði við Nemanja Vidic á æfingunni og takkar Serbans skildu eftir djúpan skurð. Rooney getur heldur ekki spilað með enska landsliðinu í undankeppni HM.
Wayne Rooney ákvað að birta mynd af sér á fésbókarsíðu sinni eftir að hafa orðið var við umræðu um að hann væri leikfæri eftir allt saman.
„Sumir voru að efast um hollustu mínu gagnvart enska landsliðinu en ég er viss um að fólk sér vel á þessum myndum af hverju ég get ekki spilað," skrifaði Wayne Rooney inn á fésbókarsíðu sína.
„Það er ekkert sem ég vildi frekar en að hjálpa strákunum í undankeppninni. Ég er samt viss um að fólk sjái nú að það er ástæða fyrir því að ég get ekki verið með í þessum tveimur leikjum," skrifaði Rooney.

