Merkilegar mannlífsmyndir finnast í Hafnarfirði Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 24. október 2013 11:00 Talið er að þetta sé mynd af Flygenringsystrum. Þær bjuggu í samnefndu húsi og voru nágrannar Ólafs V. Davíðssonar sem talinn er hafa tekið myndina einhvern tíma á árunum 1910 til 1915. „Myndirnar gefa nýtt sjónarhorn á hafnfirskt mannlíf fyrir einni öld. Þetta er alveg þrælmerkilegur fundur,“ segir Björn Pétursson, bæjarminjavörður Hafnarfjarðar. Þessa dagana er byggðasafnið að undirbúa hátíðahöld um næstu helgi í tilefni þess að 250 ár eru liðin frá fæðingu Bjarna Sívertsen, „föður Hafnarfjarðar“. Af því tilefni er verið að taka Sívertsenhús í gegn. Eitt af þeim verkefnum sem ákveðið var að ráðast í var að laga raflagnir í húsinu. Taka þurfti upp gólfborð á efri hæð hússins til að koma nýjum lögnum fyrir. Á mánudag fundust merkilegir gripir faldir undir gólffjölunum. Annars vegar var um barnaskó að ræða og hins vegar veski með 134 filmum í.Margar af þeim myndum, sem komu í ljós þegar filmurnar sem fundust í Sívertsenhúsi voru skannaðar, eru af fólki við dagleg störf í Hafnarfirði fyrir einni öld. Þær eru flestar teknar í nágrenni við Sívertsenhúsið.„Við skiljum ekki hvernig veskið með öllum þessum filmum gat endað undir gólffjölunum. Þetta hlýtur að hafa verið góður felustaður á sínum tíma,“ segir Björn. Filmurnar eru taldar rétt rúmlega aldargamlar. Myndirnar sem þær geyma eru flestar teknar í Hafnarfirði á árunum 1910 til 1915. Einstaka er þó úr Reykjavík og frá Danmörku. Margar þeirra sýna fólk við dagleg störf. „Þarna eru myndir af konum að elda og strauja og verkamönnum við störf sín. Myndirnar eru flestar mjög skýrar og góðar,“ segir Björn. Þótt safnamönnum hafi ekki gefist langur tími til að skoða filmurnar og skanna þær telja þeir líklegast að þær séu teknar af Ólafi V. Davíðssyni en hann bjó í Sívertsenhúsi á þessum árum ásamt konu sinni, listmálaranum Hönnu Davíðsson. Hún málaði meðal annars myndir á skírnarfontinn og predikunarstólinn í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Ólafur var verkstjóri hjá Bookles-bræðrum um tíma en rak svo um árabil eigin fiskverkun í bænum. Hann vann sér það meðal annars til frægðar að vinna fyrstu Íslandsglímuna 1906. Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Sjá meira
„Myndirnar gefa nýtt sjónarhorn á hafnfirskt mannlíf fyrir einni öld. Þetta er alveg þrælmerkilegur fundur,“ segir Björn Pétursson, bæjarminjavörður Hafnarfjarðar. Þessa dagana er byggðasafnið að undirbúa hátíðahöld um næstu helgi í tilefni þess að 250 ár eru liðin frá fæðingu Bjarna Sívertsen, „föður Hafnarfjarðar“. Af því tilefni er verið að taka Sívertsenhús í gegn. Eitt af þeim verkefnum sem ákveðið var að ráðast í var að laga raflagnir í húsinu. Taka þurfti upp gólfborð á efri hæð hússins til að koma nýjum lögnum fyrir. Á mánudag fundust merkilegir gripir faldir undir gólffjölunum. Annars vegar var um barnaskó að ræða og hins vegar veski með 134 filmum í.Margar af þeim myndum, sem komu í ljós þegar filmurnar sem fundust í Sívertsenhúsi voru skannaðar, eru af fólki við dagleg störf í Hafnarfirði fyrir einni öld. Þær eru flestar teknar í nágrenni við Sívertsenhúsið.„Við skiljum ekki hvernig veskið með öllum þessum filmum gat endað undir gólffjölunum. Þetta hlýtur að hafa verið góður felustaður á sínum tíma,“ segir Björn. Filmurnar eru taldar rétt rúmlega aldargamlar. Myndirnar sem þær geyma eru flestar teknar í Hafnarfirði á árunum 1910 til 1915. Einstaka er þó úr Reykjavík og frá Danmörku. Margar þeirra sýna fólk við dagleg störf. „Þarna eru myndir af konum að elda og strauja og verkamönnum við störf sín. Myndirnar eru flestar mjög skýrar og góðar,“ segir Björn. Þótt safnamönnum hafi ekki gefist langur tími til að skoða filmurnar og skanna þær telja þeir líklegast að þær séu teknar af Ólafi V. Davíðssyni en hann bjó í Sívertsenhúsi á þessum árum ásamt konu sinni, listmálaranum Hönnu Davíðsson. Hún málaði meðal annars myndir á skírnarfontinn og predikunarstólinn í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Ólafur var verkstjóri hjá Bookles-bræðrum um tíma en rak svo um árabil eigin fiskverkun í bænum. Hann vann sér það meðal annars til frægðar að vinna fyrstu Íslandsglímuna 1906.
Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Sjá meira