Ekki grundvöllur fyrir tveimur læknaskólum Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 24. október 2013 12:00 Rektor HA telur að ekki séu forsendur fyrir því að opna læknadeild við Háskólann á Akureyri. Forseti læknadeildar HÍ segir að læknaskortur á Íslandi sé vegna lélegra kjara lækna, ekki vegna þess hversu fáir séu útskrifaðir. „Ég vil fá að vita hvort það er ekki hægt að byggja upp góða læknadeild fyrir norðan, það gæti styrkt Háskólann á Akureyri,“ segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Hún bætir við að það sé mikill læknaskortur í landinu og fjöldi stúdenta í læknanámi í útlöndum á námslánum frá íslenska ríkinu. „Væri ekki betra ef þetta fólk lyki sínu grunnnámi á Íslandi, annaðhvort á Akureyri eða í Reykjavík, og færi út í sérnám að því loknu?“ segir hún enn fremur. Sjúkrahúsið á Akureyri hefur tekið fjórða árs læknanema í starfsnám. Bjarni Jónasson, forstjóri FSA, segir að það yrði skoðað með jákvæðum huga að taka við fleiri læknanemum. „Hins vegar er margt sem þarf að skoða í þessu sambandi, til dæmis hvaða kröfur yrðu gerðar til sjúkrahússins og hverju þyrfti að breyta svo sjúkrahúsið gæti orðið fullgilt háskólasjúkrahús,“ segir Bjarni og bætir við að FSA sinni ekki jafnmörgum sérgreinum og Landspítalinn og það kunni að takmarka möguleika þess sem háskólasjúkrahúss.Stefán B. SigurðssonStefán B. Sigurðsson, rektor Háskólans á Akureyri, segist ekki telja forsendur fyrir að koma á laggirnar læknadeild á Akureyri. „Þetta er dýrt nám, það þyrfti aukið fjármagn til skólans. Aðstaðan á sjúkrahúsinu er ekki næg, auk þess sem það er ekki nægur fjöldi sérfræðinga starfandi á FSA svo það sé hægt að reka læknadeild við Háskólann á Akureyri,“ segir Stefán.Magnús Karl Magnússon Í svipaðan streng tekur Magnús Karl Magnússon, forseti læknadeildar Háskóla Íslands. „Ég held að það sé óraunhæft að opna læknadeild við HA. Ísland er lítið land og það ber ekki tvo læknaskóla,“ segir hann. Hvað varðar fjölgun læknanema segir Magnús að það sé ef til vill hægt fjölga þeim. Þegar fjöldi læknanema á hverju ári er ákvarðaður sé horft til þess hversu marga nema Landspítalinn geti menntað á sómasamlegan hátt. Magnús segir að læknaskorturinn á Íslandi sé ekki til kominn vegna þess að svo fáir læknar útskrifist heldur vegna þess að þeim bjóðist betri kjör erlendis og því fáist þeir ekki til starfa hér á landi.Vigdís HauksdóttirFyrirspurn Vigdísar Vigdís Hauksdóttir bíður svara við fyrirspurn til heilbrigðisráðherra. Hún spurði hvort hagkvæmni þess hafi verið skoðuð að nýta Sjúkrahúsið á Akureyri til læknisfræðikennslu. Þá vill hún fá að vita hvort ráðherra telji að Háskólinn á Akureyri og Sjúkrahúsið á Akureyri geti uppfyllt kröfur um læknanám sem yrði sambærilegt því sem er í Háskóla Íslands og á Landspítalanum. Loks spyr Vigdís heilbrigðisráðherra hvort ekki sé rétt að fjölga læknanemum á hverju ári um helming, úr 48 í 96, í ljósi stöðu heilbrigðismála hér á landi. Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Sjá meira
„Ég vil fá að vita hvort það er ekki hægt að byggja upp góða læknadeild fyrir norðan, það gæti styrkt Háskólann á Akureyri,“ segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Hún bætir við að það sé mikill læknaskortur í landinu og fjöldi stúdenta í læknanámi í útlöndum á námslánum frá íslenska ríkinu. „Væri ekki betra ef þetta fólk lyki sínu grunnnámi á Íslandi, annaðhvort á Akureyri eða í Reykjavík, og færi út í sérnám að því loknu?“ segir hún enn fremur. Sjúkrahúsið á Akureyri hefur tekið fjórða árs læknanema í starfsnám. Bjarni Jónasson, forstjóri FSA, segir að það yrði skoðað með jákvæðum huga að taka við fleiri læknanemum. „Hins vegar er margt sem þarf að skoða í þessu sambandi, til dæmis hvaða kröfur yrðu gerðar til sjúkrahússins og hverju þyrfti að breyta svo sjúkrahúsið gæti orðið fullgilt háskólasjúkrahús,“ segir Bjarni og bætir við að FSA sinni ekki jafnmörgum sérgreinum og Landspítalinn og það kunni að takmarka möguleika þess sem háskólasjúkrahúss.Stefán B. SigurðssonStefán B. Sigurðsson, rektor Háskólans á Akureyri, segist ekki telja forsendur fyrir að koma á laggirnar læknadeild á Akureyri. „Þetta er dýrt nám, það þyrfti aukið fjármagn til skólans. Aðstaðan á sjúkrahúsinu er ekki næg, auk þess sem það er ekki nægur fjöldi sérfræðinga starfandi á FSA svo það sé hægt að reka læknadeild við Háskólann á Akureyri,“ segir Stefán.Magnús Karl Magnússon Í svipaðan streng tekur Magnús Karl Magnússon, forseti læknadeildar Háskóla Íslands. „Ég held að það sé óraunhæft að opna læknadeild við HA. Ísland er lítið land og það ber ekki tvo læknaskóla,“ segir hann. Hvað varðar fjölgun læknanema segir Magnús að það sé ef til vill hægt fjölga þeim. Þegar fjöldi læknanema á hverju ári er ákvarðaður sé horft til þess hversu marga nema Landspítalinn geti menntað á sómasamlegan hátt. Magnús segir að læknaskorturinn á Íslandi sé ekki til kominn vegna þess að svo fáir læknar útskrifist heldur vegna þess að þeim bjóðist betri kjör erlendis og því fáist þeir ekki til starfa hér á landi.Vigdís HauksdóttirFyrirspurn Vigdísar Vigdís Hauksdóttir bíður svara við fyrirspurn til heilbrigðisráðherra. Hún spurði hvort hagkvæmni þess hafi verið skoðuð að nýta Sjúkrahúsið á Akureyri til læknisfræðikennslu. Þá vill hún fá að vita hvort ráðherra telji að Háskólinn á Akureyri og Sjúkrahúsið á Akureyri geti uppfyllt kröfur um læknanám sem yrði sambærilegt því sem er í Háskóla Íslands og á Landspítalanum. Loks spyr Vigdís heilbrigðisráðherra hvort ekki sé rétt að fjölga læknanemum á hverju ári um helming, úr 48 í 96, í ljósi stöðu heilbrigðismála hér á landi.
Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Sjá meira