Innlent

Lagði hald á kannabisplöntur í Breiðholti

Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á kannabisplöntur og nokkra tugi græðlinga við húsleit í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti í gær. Á sama stað tók hún einnig í sína vörslu ýmsan búnað sem tengdist starfseminni.

Í annarri íbúð í hverfinu, en í óskyldu máli, fannst marijúana og voru tveir menn um tvítugt handteknir vegna þessa. Þá fundust kannabisefni í bíl í Vogunum, en í honum voru tveir karlar á þrítugsaldri. Báðir voru handteknir, en mennirnir voru í annarlegu ástandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×